Sæl veriði!

30 Jan

Janúar
Jæja þá, nýtt ár og ný vinna en sama gamla Eyrúnin, vona ég …
Ykkur til mikillar gleði get ég upplýst það hér og nú að ég er ekki búin með ritgerðina mína!!!! (klöppum fyrir því!) en ég er hálfnuð…
Þannig að líklega fáið þið að njóta einstaklega skemmtilegra brandara aðeins lengur… svona kannski fram á vor. – vonandi þó ekki lengur!!!
Smelli inn nokkrum bröndurum hér, og það vill svo skemmtilega til að þetta eru einmitt þeir brandarar sem ég hafði hugsað mér að nota í ritgerðinni (analýsera svo maður sletti):

a) Svohljóðandi auglýsing birtist í Vísi fyrir alllöngu: NÝ ÝSA Í FYRRAMÁLIÐ. Heiðraðar húsmæður eru beðnar að athuga það, að ég sker innan úr þeim og tek af þeim hausinn fyrir ekkert. (Í sólskinsskapi – íslensk fyndni; gömul og ný 1990:54)

b) Prestur nokkur auglýsti eftir organleikara í kirkjuna og tónlistarkennara og fékk meðal annars eftirfarandi svar:
– Herra prestur. Ég sé að þér auglýsið eftir organleikara og músikkennara, manni eða konu, og þar sem ég hef verið hvorutveggja undanfarin ár þá leyfi ég mér að sækja um stöðuna.
(Mixtúra – gegn geðvonsku og slæmu skapi [án ártals]:13)

c) Ágætur harðfiskur til sölu hjá undirrituðum sem hefur legið uppi á lofti í vetur og síðan verið lúbarinn með sleggju. (Gamansögur og brandarar [án ártals]:18)

d) Sjöttabekkjarkennari fékk eitt sinn svohljóðandi bréf frá móður með nemanda sínum í skólann: „Jakob gat ekki komið í skólann í gær. Ég hringdi í skólann í gær,en enginn ansaði þar sem hann er tognaður í fætinum.“ (Meira skólaskop 1990 :nr. 55)

e)Úr fyrirsögn í Morgunblaðinu þann 15.september 1989: „Fjórir látnir lausir eftir krufningu.“
(Þjóðarspaug – íslenskar skopsögur og spaugilegar vísur[án ártals] 🙂

a) Á bókasafninu:„Geturðu bent mér á góða skáldsögu?“ spurði eldri maður bókavörðinn.
„Ekkert mál,“ svaraði bókavörðurinn. „Á hún að vera í léttari eða þyngri kantinum?“
„Það skiptir ekki máli. Ég lagði bílnum mínum beint fyrir utan útidyrnar.“
(Bestu barnabrandararnir – brjálað fjör 1998:36)
„Jæja, ég fór að veiða með konunni minni um daginn.“
„Heppinn ertu, ég þarf alltaf að nota maðk.“
(Hlæjum hátt með Hemma Gunn 1985:149)
Þegar Jón Sveinsson sté í land á Akureyri, til að taka við bæjarstjóraembættinu, var Matthías skáld Jochumsson staddur á bryggjunni. Hann gengur til Jóns og heilsar honum með þessum orðum: „Komið þér sælir, bæjarstjóri.“ Jón tekur kveðjunni og svarar: „Þetta getur nú varla talizt bær, þetta er eins og hvert annað þorp.“
Matthías glottir og segir: „Ojæja, yfirþorpari þá.“
(Íslensk fyndni I-III 1933-35: )

b) Læknirinn: „Tókstu púlsinn hjá Sigurlínu í morgun?“
Hjúkrunarfræðingurinn: „Nei, er hann týndur?“
(Bestu barnabrandararnir – svaka stuð 1999:17)
Á veitingahúsinu: Gesturinn: „Hvað er eiginlega að þessu borði? Það titrar og riðar til og frá.“
Þjónninn: „Maðurinn sem sat við borðið áðan hellti óvart víni yfir það og það er ekki runnið af því ennþá.“ (Bestu barnabrandararnir – algjört æði 2001:23)

Reykvíkingur kom á sveitabæ um heyannir. Hann gaf sig á tal við son bónda á fermingaraldri. Dóttir bónda gengur fram hjá þeim, og segir þá komumaður: „Gengur hún systir þín út?“
„Það er ekki að marka,“ segir strákur. „Hún er ekki nema 16 ára.“
(Íslensk fyndni IV 1936:31)

c) Á hótelinu: „Viltu herbergi með sturtu?“
„Nei, með rúmi.“
(Bestu barnabrandararnir – svaka stuð 1999:77)

Á veitingahúsinu: Gesturinn: „Hvað er eiginlega að þessu borði? Það titrar og riðar til og frá.“
Þjónninn: „Maðurinn sem sat við borðið áðan hellti óvart víni yfir það og það er ekki runnið af því ennþá.“
(Bestu barnabrandararnir – algjört æði 2001:23)

„Hefurðu séð mann með einn fót, sem heitir Kristján?“
„Nei, hvað heitir hinn?“
(Hlæjum hátt með Hemma Gunn 1985:25)

Að lokum vil ég óska afmælisbörnum janúarmánaðar, þar má helst nefna Regn-hlíf nokkra sem er með mér í íslenskunni, stórstjörnuna Kötu spice og Fáfni frænda. En auðvitað óska ég öllum hinum til hammara með ammara!!!
Sionara að sinni

Auglýsingar

2 svör to “Sæl veriði!”

  1. Rosie G. febrúar 7, 2005 kl. 16:23 #

    Hello hello – og velkomin til bloggheima á ný!!!

  2. Snótin febrúar 12, 2005 kl. 10:53 #

    Hún á ammli í dag hún á ammli í dag hún á ammli hún Eyrún hún á ammli í dag!
    Megi hún lengi lifa! Hiphip húrra!

    Til lukku í krukku dúllan mín.–>

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: