Sjónleysi meira en lítið

13 Feb

Ég ætla að bregða örlítið út af vananum, ef vana skyldi kalla. Ég veit ekki hvað ég er að þykjast með þetta blogg; yfirskriftin átti að vera brandarablogg – þ.e.a.s. ég lagði upp með það, en lítið hefur nú farið fyrir þeim hér eins og glöggir lesendur mega merkja. Þannig að þetta er afar óskilgreint blogg (vægast sagt) og mér því frjálst að gera það sem mér sýnist. Þess er skammt að bíða að hér skreyti síðuna hinar ýmsu myndir – ég fékk neblega svo assgoti fínan myndavélarsíma í ammiligjöf 😉
Vil ég koma á framfæri þökk til allra þeirra sem glöddu mig á afmælisdaginn, og svo ég hljómi nú ekki eins og níræður ellilífeyrisþegi í tilkynningu í Morgunblaðinu, þá segi ég hér að þetta var þrusupartý í gær og allir í góðum gír. Ég var það allavega og skemmti mér alveg konunglega…
Fyrir utan eitt tilvik. Mér tókst nefnilega að brjóta gleraugun mín!!!! Já ég segi og skrifa: BRJÓTA!! Að vísu bara spöngina en mér er alveg sama! Hversu ömurlegt er það á amælisdaginn? Ég er náttúrulega staurblind án gleraugnanna (og sko, þegar ég segi staurblind þá meina ég að ég sé ekki einu sinni fólk!) þannig að það var lítið annað í stöðunni en að yfirgefa bæinn en við vorum nýkomin þangað. Ásgeir var mín stoð og stytta sem endranær en ég hékk á honum milli þess sem ég hentist í jörðina kylliflöt (aþþí ég sá ekki hálkuna:) )
Mig langar að lokum að bjóða mig fram sem heimsins mesta lúða og aula og væri gott ef ég fengi atkvæði ykkar hér í kommentakerfinu!!

Auglýsingar

2 svör to “Sjónleysi meira en lítið”

 1. Rosie G. febrúar 14, 2005 kl. 11:48 #

  Hello there… já veistu – það er neyðarlegt að brjóta gleraugu og vera eins og blind skata! – BEEN THERE DONE THAT… nema þá var ég bláedrú niðri í bæ, og sá ekki númerin á strætó og þurfti að hringja heim og biðja um aðstoð við að komast heim hahahahah!!! – þannig að þú færð bara samúðaratkvæði af minni hálfu!

  Nuff said…

 2. Anonymous febrúar 14, 2005 kl. 23:07 #

  Guðminngóður segi ég nú bara, þú ert blindari en ég og ég myndi ekki getað bjargað mér gleraugnalaus. Reyndi reyndar einu sinni að keyra á gleraugna en snarhætti við þegar ég gat ekki bakkað út úr stæðinu!

  En gott að heyra að afmæið tókst vel!! Lofa að koma næst :o)
  Hilla–>

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: