Dillaðu rassinum, tjelling!

5 Maí

Ég get talist heppin að því leytinu til að ég bý tiltölulega stutt frá svona ,,grænum svæðum“ eins og þau kallast. Það er stutt að fara í Laugardalinn og það er ekki svo langt að fara í Elliðaárdalinn heldur. Eftir að ég hafði sofnað sjö sinnum ofan í greinina sem ég var að lesa um Króka-Refs sögu (er að fara í Íslendingasögupróf á mánudag) ákvað ég að hressa mig við, gera maganum gott og hjóla í Elliðaárdalinn í góða veðrinu. Sem ég og geri og það er svo sem ekkert sérstaklega í frásögur færandi. Ég hjóla bara mína leið; framhjá hestamönnum, fólki með kerrur og hunda, skokkurum og fleirum. Ég fer alveg upp að stíflunni við Breiðholtið og aftur til baka. Á heimleiðinni dettur mér í hug að það væri nú gaman að gera eitthvað skemmtilegt í tilefni dagsins (uppstigning Jesú Krists) og hvað er hátíðlegra og meira viðeigandi en að baka pönnukökur? Pönnukökur voru uppáhald Nóbelskáldsins og líka uppáhaldið mitt og Ásgeirs og þar sem Ásgeir er að vinna í dag, ákvað ég að ég skyldi nú vera góð og baka handa honum pönnsur þegar hann kæmi heim. Ég hjóla sem leið liggur eftir Langholtsveginum og kem að Kókómjólkurbúðinni (lítil hverfisbúð, veit ekki hvað eða hvort hún heitir eitthvað) og sé að hún er opin. Kemur sér vel því mig vantaði egg í pönnsurnar. Fyrir utan búðina sitja fimm strákhnokkar, líklega á bilinu 8-10 ára og sleikja ís í góða veðrinu. Nú, ég fer inn og kaupi mín egg. Þegar ég kem út eru strákarnir eitthvað að rangla þarna og fíflast. Ég geng í sakleysi mínu að hjólinu og opna lásinn. Heyri ég ekki sagt fyrir aftan mig mjórri röddu: ,,Shake that ass, girl!“ Aldeilis standandi hlessa sný ég mér við og sé að það er einn af litlu strákunum sem sleikti ísinn. Viðhefur hann þvílíka tilburði sem eiga líklega að vera stæling á röppurunum í sjónvarpinu; handahreyfingar og allt. Án þess að leggja mat á eitt eða neitt, tek ég fram að drengurinn er afrískur í útliti, en auðvitað skiptir það engu máli hér. Þegar ég hjóla í burtu heyri ég að hann kallar að félögum sínum: ,,Vitiði hvað ég sagði við konuna; Shake that ass, baby!“ og hlær.
Já, annaðhvort er æska landsins orðin alltof sýrð af þessum myndböndum og rapplögum eða þá að ég þarf alvarlega að fara að gera eitthvað í mínum rass-málum 😉

Auglýsingar

Eitt svar to “Dillaðu rassinum, tjelling!”

  1. Hilla maí 10, 2005 kl. 15:00 #

    Ó mæ god, hvert er ungdómurinn að fara?

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: