Af sjúklingum og fleiru

8 Jún

Já, sumarið ætlar að byrja undarlega hjá mér. Eins og það lofaði nú góðu… ja, og lofar enn reyndar, maður má nú ekki missa Pollýönnuna strax. En ég er sem sagt búin að vera viðloðandi æðri sjúkrastofnun í hinu heiðraða bæjarfélagi Hafnarfirði í rúma viku núna. Ástæðan mun vera ómagi nokkur sem tekið hefur sér bólfestu í meltingarveginum og eru læknarnir að streða við að gefa mér einhver lyf svo þetta fari nú að jafna sig, sem það hlýtur að fara að gera.
Fyndið samt hvað maður missir tengslin við raunveruleikann – fyrir utan hælið – þótt maður sé ekkert lengi í burtu… Allt í kringum mann gamalt fólk sem ræðir af lífsins áhuga um sín meltingarfæramál og heldur bara að maður verði ein eyru við það… Gamalt fólk hefur gaman af því að tala um hægðir!! Ég er alveg búin að komast að því… verst að við hin höfum ekki öll jafngaman af því.
En ég er sem sagt öll að koma til og ekkert nema gott um það að segja. Hlakka mikið til að útskrifast 25.júní í Egilshöllinni og það verður nú eitthvað stuð líka um kveldið… Er líka farin að hlakka til Bítlatónleikanna… bíddu, eru þeir ekki 24.júní?? Vona það!!!
Bissíbissí…
Lasarus

Auglýsingar

Eitt svar to “Af sjúklingum og fleiru”

  1. Hilla júní 9, 2005 kl. 15:54 #

    Jú 24. júní 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: