Vinna og vinna – bjartsýnisblogg #2

21 Jún

Ég hef ákveðið að helga krafta mína vinnu í sumar… ekki það að það standi eitthvað annað til svosem hjá mér. Allir aðrir fá sumarfrí, fara til útlanda í lengri og skemmri tíma. En ég ætla hér með að taka sumrinu með bros á vör og vera dugleg að vinna. Ég hef líka komist að því mér til mikillar ánægju að vinnan mín uppi í Háskóla er mjög skemmtileg. Við erum nokkrir aðstoðarmenn að vinna saman í tölvustofu og andrúmsloftið er mjög gott. Það er líka plús að geta notað heilann þegar maður er í vinnunni… ólíkt því sem vill verða þegar maður vinnur á elliheimilum og kaffihúsum… Vinnan verður skemmtileg líka á meðan á henni stendur, ekki bara þegar klukkan fer að nálgast fjögur. Það er plús. Ég verð líklega að vinna líka eins og motherfucker á DV í júlí þegar sumarfríin eru þar… það verður fínt að fá aukapening. Maður getur víst alltaf notað hann þegar maður er í skólanum.
Við Ásgeir erum á kafi í íbúðarskoðunum og pælingum og nú verða allir að hafa augu og eyru opin fyrir okkur. – 3 herbergja íbúð í Reykjavík (þ.e. ekki Garðabær, Hafnarfjörður, efra-Breiðholt og þaðan af lengra) Einn, tveir og af stað!!! Allir að leita!!!
Meira seinna….

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: