Háskólagengin – úr sér gengin…

29 Jún

Ég er sem sagt háskólamenntuð snót!! Ég er með próf uppá vasann að ég eyddi þremur árum innan veggja Árnagarðs að læra fræði sem sumu fólki finnst kannski ekkert merkileg en mér þykja afar fróðleg enda útskrifaðist ég sem BA-málfræði-nörd!! Ég var nú ekkert mikið að stressa mig á þessu öllu saman. Ákvað til dæmis fyrir löngu að ég ætlaði ekki að halda neina veislu (svona boð) því Dilla systir er nýorðin stúdent og mér fannst það alveg nóg veisla fyrir eina meðalfjölskyldu. Svo við mæðgur ákváðum að bjóða bara tengdó í grill um 6-leytið á útskriftardaginn og hafa þetta bara létt og löðurmannlegt. Dagurinn sem áður hafði hljómað svo óspennandi í mínum eyrum; fólk kepptist við að segja mér hvað þessar háskólaútskriftir VÆRU leiðinlegar og langar, alveg hundrað á – varð hinn huggulegasti. Að vísu var útskriftin dead-boring (ég sofnaði næstum því þegar lesið var upp: ,,Félagsvísindadeild: 232″ – hélt líka að ég myndi deyja úr kulda… brrr… En maturinn hjá mömmu og pabba var æði og ótrúlega kósí. Og ég fékk geggjaðar útskriftargjafir; föt, fjármuni til að kaupa iPod/hjól, bækur o.fl.!!! Eftir matinn héldum við Ásgeir rakleitt niður á Gauk þar sem við vorum fjórar stöllurnar (Bryndís, Rannveig og María Björk) sem héldum partí saman! Þangað kom margt gott fólk og kann ég því góðar þakkir fyrir komuna, það var svo gaman að hitta ykkur öll!! – ég er náttúrulega búin að vera innilokuð yfir ritgerð ansi lengi þannig að meira að segja gothararnir úti í horni glöddu mitt litla hjarta 😉
Eftir nokkurt bæjarráp eftir Gaukinn fórum við heim. Merkilegt hvað dagarnir koma manni skemmtilega á óvart og verða einstakir!! Ég væri alveg til í að útskrifast aftur á morgun ef dagurinn yrði svona góður aftur.
P.S. Það hellirigndi allan laugardaginn, nei, það stytti víst upp um nóttina 😉

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: