Kauptilboð og kaldir karlmenn – í glysgöllum

5 Júl

Jámm, nú held ég að ég sé endanlega orðin fullorðin. Hef hér með (eða reyndar á þriðjudag í síðustu viku) gert bindandi kauptilboð í 3 herbergja íbúð… sem hefur verið samþykkt. Við bíðum nú eftir lánum og slíku – að það komi allt saman í gegn og svo er vonandi hægt að fara að skrifa undir… JIBBÍ!!! ENGAR FLEIRI LEIGUÍBÚÐIR!!! Íbúðin er sem sagt fyrir þá sem ekki vita, að Ásbraut 5 í Kópavogi, 3 herbergja 66 m2 á 3.hæð með svölum (díteils fást hjá undirritaðri) Ógisslega fín bara og erum við hjúin vitaskuld í skýjunum og verðum það 15.ágúst (ja, og eitthvað eftir það vonandi líka) þegar við fáum afhent…
– Þetta eru held ég merkilegustu fréttir sem ég hef nokkurn tímann bloggað um hérna…
Ég fór á Wig Wam á Gauknum á laugardag með Rósu vinkonu. Þar var þetta líka þrumustuð. Þeir kunna sko sannarlega að halda uppi stemningunni þarna í Noregi. Fyndið að enginn hafi heyrt um þá fyrir Eurovision. Þeir hafa falið sig í einhverjum afdalakofa í Tommelille eða einhvers staðar þar, því þeir hafa víst spilað saman í mörg ár! Það heyrðist líka alveg á hljómnum hjá þeim, það getur engin smágrúppa spilað Final Count Down svona!! Að vísu var svoldið pirrandi hvað Glam (söngvarinn) þurfti mikið að tjá sig milli laga, spurning hvort hann hafi verið með prógramm tilbúið – sketsa og svona – just in case að enginn hefði fílað lögin;) Annars er ég nú svo mikill lúði að ég hafði náð mér í annað lag af netinu með þeim sem ég hef hlustað á (Bless the Night) og söng svo manna hæst þegar það kom… auðvitað sú eina á Íslandi sem kunni það!!!
En svakalegt stuð bara og kaldir karlar, Glam í bleiku og svona…

Auglýsingar

Eitt svar to “Kauptilboð og kaldir karlmenn – í glysgöllum”

  1. Hilla júlí 6, 2005 kl. 18:51 #

    Vei það var svo gaman! Og til hamingju með að vera orðin íbúðareigandi og velkomin í Vesturbæinn!–>

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: