Sumarsumar

22 Júl

Sumarið hefur lent í Reykjavík. Áætlaður komutími var í byrjun maí en það mætti „fashionably late“ – sem er allt í lagi… þegar maður situr inni við tölvur og vinnur imbavinnu. Ég er hins vegar svo hæstánægð með vinnuna og vinnufélagana að ég get ekki kvartað. Við erum svakalega dugleg að nördast; spjöllum hálfu dagana um íslenska málstefnu og tilbrigði í málinu og tístum yfir skemmtilegum málhöfum og dæmum sem við rekumst á. Við höfum farið út að borða… svona fínna en á kaffistofuna í Odda… 3x ( í Norræna húsið, Tæknigarð og Rossopomodorro) og í dag kom ein með svakalegt bakkelsi og trakteringar (brauð og kökur) og við sátum í pikknikk fyrir utan Árnagarð og röðuðum í okkur brauði, hummus, osti og vínarbrauðum. Núna er ég líka gersamlega að springa…
Helgin hljómar líka vel… Ásgeir er kominn í sumarfrí og ég vinn aldrei á laugardögum og svo ætla ég að taka mér frí á mánudag (langþráða langa helgi) og það verður eitthvað skemmtilegt brallað… dadara
Eins og Spaugstofumenn sungu hér um árið… ,,Allt á, allt á uppleið…“

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: