Útilega og útréttingar…

26 Júl

Við skelltum okkur nokkur í útilegu um helgina; ég, Ásgeir, Húbba, Nína frænka og Gunnur vinkona hennar, Unnur og Steinunn (svo hittum við Ara og Lilju). Ákváðum förina á föstudagskvöldinu. Eitthvað gekk brösuglega að hóa saman fólki (bílaskipulagið ekki alveg nógu gott, en) – Vegna ástands sumra (og annarra sem ekki var hægt að ná í) var smá töf að leggja af stað á laugardeginum en við keyrðum í Þjórsárdalinn í bongóblíðu. Eftir að hafa verið 5 TÍMA á leiðinni (eins og við værum að fara til Akureyrar!!!) komum við loks á áfangastað og þar var þetta stafalogn og gott veður. Þannig að við tókum til við söngvatnið… og skemmtanir…
Annars finnst mér svona hóptjaldstæði ansi leiðinleg, sérstaklega ef þau eru yfirfull af barnafólki, eins og þau eru náttúrulega alltaf. Það var líka bara bíll við bíl þarna um helgina og endalausir jeppar og tjaldvagnar. Merkilegt samt hvað var mikið um fyllerí, það er segin saga að fjölskyldufólkið sukkar mest…
Verð að nefna lopapeysumálið mikla sem við erum búin að vera að hlæja að síðan á laugardag. Mamma mín elskuleg er atorkukona og hefur lagst í að prjóna mýgrút af lopapeysum í sumar. Hún er að selja þær og höfðu Lilja og Unnur pantað hjá henni peysu sem voru tilbúnar og ég tók með mér. Þær voru hæstánægðar með peysurnar og fóru í þær. Ásgeir komst að því að Ari var í lopapeysunni sem hann átti en hélt að hann væri búinn að týna. Einhvern veginn æxlaðist það þannig að við vorum öll í lopapeysum (algjört gengi) Svo fór gengið á röltið um tjaldstæðið að leita að partíum – var nóg um þau framan af kvöldi -. Hittum við einn svoldið blekaðan sem heilsar hópnum með brosi og segir: ,,Sæl krakkar mínir, gaman að sjá að þið eruð öll í henni Búkollu minni!“ Já, við vorum ekki alveg sammála um hvaða húsdýr verið var að ræða en hann sagði engan mun á kúk og skít. Þar hafiði það, svo sagðist hann vera úr sveit.
Gærdagurinn var sumarfrísdagur hjá mér (og Ásgeiri líka) og notuðum við hann í snúninga…. Merkilegt hvað maður getur snúist svona í kringum íbúðakaup og þess háttar en samt gott að eiga svona einn virkan frídag….
Svo bíður maður bara og vonar að skatturinn verði góður við mann… kross your fingers….

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: