jájá

3 Ágú

Kíkti á umsókn fyrir íslenska Bachelor-þáttinn á netinu áðan… eða eins og Vestur-Íslendingar kalla piparsveina ,,baslara“ – miklu betra orð og þægilegra. Lýsir líka ágætlega hugarheimi þeirra þar sem þeir eiga í sífelldu basli með að finna sér hina einu réttu… Nú, ég er ekki á þeim buxunum að sækja um að komast í þennan þátt, enda í hamingjusömu sambandi og svo hef ég ekki áhuga á að gera mig að fífli fyrir framan alþjóð… get alveg séð um það sjálf án hjálpar Skjás eins, ef þið skiljið hvað ég á við! Spurningarnar voru frekar almenns eðlis, svona týpískar; ,,hvar ertu alin upp?“ ,,af hverju ertu stoltust í lífinu?“ – nema svo er ein ,,Hefurðu tekið þátt í leiklistar- eða dansnámsskeiðum?“ Hmmm… bíddu, er þetta ekki raunveruleikaþáttur?? Á maður kannski von á því að fólk bresti í dans á miðju deiti og taki brjálað söngleikja-/ eða steppsjów?? Sko, það væri eitthvað sem væri varið í! Ég myndi horfa á það… – Rómantísk kvöldstund, baslarinn og deitið sitja saman í grasinu út við sjó á Álftanesi. Kvöldsólin baðar þau og þau skála í freyðivíni. Hann hallar sér að henni, strýkur óstýrilátan lokkinn frá andlitinu og varir hans leita eftir vörum hennar en þá…. stekkur hún á fætur; (allt í einu er kominn stepppallur fyrir aftan hana, klippingar, neinei) tekur nokkur vel valin dansspor og snýr sér í hringi af gleði… Þetta myndi ég kalla skemmtilegt sjónvarpsefni, ha?? Eitthvað fútt í þessu!! En líklega spyrja þeir að þessu til að komast að því hvort fólk hafi reynslu af því að koma fram og geti verið nokkuð eðlilegt við þess háttar aðstæður. Önnur spurning sem ég rak augun í er ,,Hver heldurðu að sé helsta ástæða þessa að sambandið/samböndin þín fyrrverandi gengu ekki upp?“ Já, ef maður gæti nú svarað því… hver er líka tilgangur með því að gefa þessar upplýsingar? Fyrir utan að útiloka kannski geðsjúklingana sem myndu svara: ,,ég hjó hann í strimla og kom líkinu fyrir í hrauninu fyrir utan Grindavík“ þá sé ég ekki hvernig þetta getur haft áhrif á velgengni umsækjenda í þættinum. Hver er sinnar gæfu smiður og það sem gildir fyrir eitt samband þarf ekki að gilda fyrir það næsta og hafiði það!!!

Ég bíð spennt eftir steppandi Bachelor, en þið?

Auglýsingar

5 svör to “jájá”

 1. Rosie G. ágúst 3, 2005 kl. 12:19 #

  Varstu ekki búin að fatta af hverju mig langar til að læra steppdans ? –

  Nuff said…

 2. eyrún ágúst 3, 2005 kl. 12:22 #

  hahaha, þú ert búin að vera að plana þetta… mætir í Baslarann!!

 3. Rosie G. ágúst 3, 2005 kl. 12:26 #

  Já hvað annað… – bíddu bara og sjáðu – ég mæti á skjáinn!!! – Verð á öllum auglýsingaskiltum bæjarins, í RAUÐUM steppskóm með bros á vör… 😉

 4. Helga ágúst 4, 2005 kl. 13:09 #

  Hahha… þetta er snilld.–>

 5. Stacy mars 30, 2007 kl. 22:25 #

  I’m glad I found your site! It’s nice! Would you please also visit my site?

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: