Win some, loose some

7 Ágú

sniff… sniff… nú er hún Húbba mín farin til Danmerkur að verða fullnuma í þeirri list að sníða föt og hanna. Þar verður hún næstu 4 mánuði og því sé ég hana ekki fyrr en um jólin, sem er alveg ferlega langt, þegar maður hugsar um það. En eins og ég sagði við hana, hvað gerist svossem á Íslandi á þessum síðustu mánuðum ársins? Ekki neitt!!! Nema kannski jólaundirbúningur í desember, en hún verður nú komin tímanlega í hann. Það er ekki eins og hún missi af neinu hérna, nema nöldri yfir veðri og verði… hahahaha, en ég sniðug!
Hins vegar myndi ég gefa af mér vinstri handlegginn til að geta verið í hennar sporum, því ég ætlaði sko að vera úti í Danmörku í vetur. En obbosí! Eyrún keypti óvart íbúð og ákvað því að fresta þeim plönum aðeins – jú, þið lásuð rétt, fresta, því ég er staðráðin í að prófa að búa úti í náinni framtíð… það er eitthvað sem allir verða að prófa held ég.
Ég er því búin að liggja í hýði mínu um helgina og sleikja sárin eftir að hafa kvatt Húbbu á fimmtudag. Mest búin að vera að lesa Harry Potter, svaka spennó… varla samt að ég tími að lesa hana. Er að reyna að spæna hana ekki í mig, heldur njóta hvers orðs því mér finnst hún ofar öllu svo svakalega vel skrifuð. Sjaldan sem maður rekst á svo þýða og áreynslulausa notkun enskunnar í barnabók og það er svo gaman ( ástæðan kannski sú að bókin er einnig ætluð fullorðnum, svona í og með) – mæli með J.K. Rowling og vona að hún gefist ekki upp eftir Potter og haldi áfram að skrifa því ég á pottþétt eftir að lesa eitthvað meira eftir hana verði það í boði.
Það sem ég get hins vegar ornað mér við fram eftir vikunni er að ég er að fara að fá iPod!!!! Vei,vei!! Hlakka óumræðanlega til að losna við gamlan höktandi CD-spilara sem hefur þó staðið sig í stykkinu, miðað við aldur og ekkert alltof góða umönnun, en iPodinn er framtíðin og lífið…

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: