Búin að fá afhent!!!!

12 Ágú

Það kom okkur aldeilis skemmtilega á óvart í gær þegar seljandinn að íbúðinni okkar á Ásbraut hringdi og bauð okkur að sækja lyklana að íbúðinni, 4 dögum áður en við áttum að fá afhent, sem var sem sagt á mánudag! Auðvitað hoppuðum við hæð okkar í loft upp og ég rauk til og sótti lyklana í vinnuna til konunnar. Veivei, við eigum íbúð sem við eigum líka lykla að!!! Við vorum líka ógurlega hamingjusöm og stolt þegar við sýndum foreldrum og tengdaforeldrum slotið í gærkvöld. Það þarf að mála og ÞRÍFA (því eigandinn hefur greinilega ekki lagt sig mikið eftir því að þrífa neitt áður en hún losaði, sem er nú kannski allt í lagi af því við eigum eftir að mála en samt…) en annars er allt í gúddí og það sem verður gert, verður gert seinna. Við ætlum allavega að mála og flytja svo inn. Hitt er hægt að dunda við í rólegheitunum…
Eins og margir vita, höfum við skötuhjúin verið iðin við að flytja á síðustu 3 árum, erum eiginlega komin með meirapróf í flutningum og þess háttar stússi. Nú á sko að gera allt rétt, skal ég segja ykkur. Engin byrjendamistök eins og að láta bækur í risastóra kassa (ehemm…:) ) eða flytja kassa fyrst og svo stóra hluti, eða láta sjónvörp fremja sjálfsmorð með því að detta fram úr sófum (jú, það var líka ég). Nú á sko allt að vera pörrfekt. Sem dæmi um það var lögð áhersla á að rúgbrauð og salt skyldu vera það fyrsta sem kæmi inn í íbúðina, svo kotið yrði nú ekki matarlaust. Verst bara að það er ekki hlaupið að því að fá salt eftir að búðir loka á kvöldin. Og við gátum sko ekki beðið eftir að komast inn í íbúðina. Málinu var reddað og móðirin kom með poka af salti úr Garðabænum. Það sem meira var að þegar við fórum inn í geymsluna komumst við að því að þar voru ýmsir hlutir sem fyrrum eigandi hafði skilið eftir, t.a.m. heill og óopnaður pakki af sokkabuxum – í minni stærð, nota bene. Ég tók þær traustataki og þrammaði með þær ásamt rúgbrauði og salti inn í tóma íbúðina. Fyrst að rúgbrauð og salt eiga að koma í veg fyrir að mat vanti í búið hlýtur nýr pakki af sokkabuxum (ja, eða bara hvers kyns fatnaður nýr) að þýða að mig mun ekki skorta ný föt) Mikið gleðiefni!!!
Málverkið mikla verður sem sagt um helgina… auglýsi hér með eftir sérlegum aðstoðarmönnum og -konum sem eru til í að eyða tilvonandi sólardögum (ef spáin er þannig) í innivinnu launalaust… sem sagt besti díll sumarsins, eða hvað?? 😉

2 svör til “Búin að fá afhent!!!!”

  1. Diljá ágúst 13, 2005 kl. 15:32 #

    ég býð mig fram

  2. salvör gyða ágúst 14, 2005 kl. 05:10 #

    Til hamingju með íbúðina! Ég býð eftir boði í innflutningspartý 😀 kveðja salvör gyða

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: