Samtöl og ekki…

21 Ágú

Varð vitni að skemmtilegu samtali þegar ég skrapp á klósettið á Café Rosenberg á menningarnótt. Það var ,,ættarmót“ hjá vinnunni hans Ásgeirs, gamlir vinnufélagar hittust yfir glasi og var kvöldið hin besta skemmtun. Ég fór sem sagt á klósettið, hið femíniska nóta bene, og fyrir utan beið einn karlmaður eftir að komast á hið fallíska/karlaklósettið… Á meðan ég sit á klósettinu heyri ég að stelpa kemur að og taka þau tal saman:
Hann: Jæja, hvað eigum við svo að tala um?
Hún: Híhíhí, það veit ég ekki.
Hann: Verður maður ekki að tala um eitthvað þegar maður bíður svona?
Hún: Ha, jú ætli það ekki. Híhíhí.
Hann: Kemurðu oft hingað?
Hún: Híhí nei eða sko, svona bara stundum.
Hann: Ertu kannski utan af landi?
Áður en stúlkan náði að svara opnaði ég og hleypti henni að. Samtalið hér að ofan er svo innihaldslaust og skemmtilegt eins og fólk er venjulega á slíkum og þvílíkum stöðum. Áður en ég leit þessa stúlku augum vissi ég sem var að hún var ljóshærð með sítt hár og blá augu, í stuttu pilsi og pinnahælum og það reyndist rétt hjá mér. Fordómar segið þið – jú, líklega hef ég fordóma fyrir ljóskum… Sennilega bitur eftir að hárið á mér sjálfri hætti að vera ljóst og íslenski sauðaliturinn tók yfir. Ég elska innihaldslaus samtöl eins og þetta hér að ofan. Ekkert situr eftir, enginn græddi neitt á manni – náði engum upplýsingum upp úr manni (ef það var ætlunin, eins og gaurinn fyrir utan klósettin)
Samtölin á MSN eru líka sama eðlis, þau eru bara blaður og froða um ekki neitt – I LOVE IT eins og KR sagði hérna um árið.
Merkilegt nokk, þá lærir maður nú samt svolítið um náungann sem og sjálfan sig af þessum samtölum sem snúast um allt og ekki neitt…

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: