Kvennafrí

25 Okt

Það var einstök tilfinning að standa neðst á Ingólfstorgi og líta til baka og svo langt sem augað eygði voru konur í kröfugöngu um bætt kjör og jafnrétti til handa öllum. Við héldum tvær vinkonurnar af stað í miklum baráttuhug og ætluðum sko að berjast til síðasta blóðdropa. Vorum hins vegar dulítið svekktar þegar 50 þúsund konur spásseruðu niður Skólavörðustíg og Laugaveg og sötruðu kaffi úr teikavei-bollum og kíktu í búðarglugga. Baráttuandinn sveif ekki beinlínis yfir vötnum. Margar af þessum konum eflaust fegnar að sleppa úr vinnunni svona snemma á virkum degi þegar gott var veður. En líklega var þetta bara í þvögunni sem við vorum í því iðulega heyrðum við óm af hvatningarópum og söng. En konur höfðu ekki beinlínis hátt á leið sinni niður á Ingólfstorg, fremur að þær læddust með veggjum… Eitthvað held ég að þetta hafi nú verið öðruvísi fyrir 30 árum.

En þegar niður á Ingólfstorg var komið hafði reiðin og baráttugleðin magnast upp í konunum og ungar sem aldnar tóku þær undir baráttusöng og köll. Eftir um klukkustundarlangan fund í troðning og kulda héldu þær síðan heim á leið og snerust í kringum kallinn sem var dauðfúll yfir að ekkert skyldi vera í matinn og enginn hafi verið tilbúinn með blaðið og pípuna… Uss, hvað það hefur lítið breyst – jafnrétti fyrir alla, líka karla!!

Auglýsingar

Eitt svar to “Kvennafrí”

  1. Hilla október 26, 2005 kl. 18:15 #

    Já þetta var magnaður fundur á Ingólfstorgi. Mikil stemmning að syngja Áfram stelpur með 50.000 konum!!!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: