4 Des

Það er laugardagskvöld – eiginlega sunnudagsmorgun… Ég sit hérna fyrir framan tölvuna og er að myndast við að læra – þarf nauðsynlega að klára heimapróf og lesa marga ferkílómetra af efni fyrir próf sem er 20.desember… en í staðinn horfi ég á Boston Legal og blogga/les annarra manna blogg…
Mikið vildi ég að ég gæti bloggað um eitthvað annað en lærdóminn, en það er afar lítið annað varið í líf mitt þessa dagana..
Annars hef ég nú gert mest lítið af lærdómi síðastliðna daga en hef hugsað þeim mun meira um hann – liggur eins og mara á mér, mig dreymir þetta helvíti meira að segja á nóttinni! Meðal annars hef ég farið í eina jarðarför, föndrað á fimmta tug jólakorta, búið mér til snotran „fjölskyldumynda“vegg, búið til laufabrauð, farið í afmælispartí, séð Harry Potter í bíó, farið í eina lyfjagjöf og pælt heilmikið í jólakökubakstri. Síðast en ekki síst eyddum við Ásgeir dágóðum tíma í Smáralindinni í leit að jólafötum/afmælisgjöf og fundum þessi gasalega flottu teinóttu jakkaföt! Hann verður sko flottastur á jólunum, hot damn!!! hihihi
Jæja, ætla að reyna að gera eitthvað

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: