9 Des

Settu nafnið þitt í comment og…..
1. Ég segi þér eitthvað handahófskennt um þig
2. Ég segi þér hvaða lag/mynd minnir mig á þig
3. Ég segi þér hvaða bragð minnir mig á þig
4. Ég segi þér eitthvað sem meikar bara sens fyrir mig og þig
5. Ég segi þér fyrstu ljósu minninguna mína af þér
6. Ég segi þér á hvaða dýr þú minnir mig á
7. Ég spyr þig að einhverju sem ég hef velt lengi fyrir mér um þig

8. Ef þú lest þetta þá verðuru að setja þetta á bloggið þitt..

Auglýsingar

13 svör to “”

 1. Rosie G. desember 9, 2005 kl. 14:12 #

  NÚ ÉG!!! víí… þetta er gaman 🙂

 2. Hilla desember 10, 2005 kl. 20:38 #

  Nafnið mitt er Hildur a.k.a Hilla 🙂

 3. Regnhlif desember 10, 2005 kl. 21:38 #

  Hehe ég á inni hjá þér:) Hlíf sko.

 4. Eyrún desember 11, 2005 kl. 01:10 #

  Fyrir Rósu:
  1.Þú ert eina vinkona mín sem notar sömu stærð og ég!
  2. Öll lögin sem Rokklingarnir tóku í gamla daga minna mig á þig – en líka Arms Wide Open með Creed, og öll græna platan með Páli Óskari (vá hvað hann var heitur á tímabili) – hvað bíómyndir varðar er það bara ein: Forget Paris, manstu – „you want it you get it, Toyota“ hahah
  3. Pasta með sósu minnir mig yfirleitt á þig og pastað hans pabba þíns. Líka bollur með rúsínum.
  4. Góðan daginn Hulda, sæl Kristín!!
  5. Ég man eftir fuglakirkjugarðinum okkar á Varmalandi og snjóhúsinu og stofunni í húsinu ykkar og leikjunum sem við fórum alltaf í í selinu (og fullt meira)
  6. Ég tengi þig alltaf við hesta, elskan!
  7. Hvenær eigum við að skella okkur til Lundúna í helgarferð, bara við tvær??

 5. Eyrún desember 11, 2005 kl. 01:18 #

  Fyrir Hillu:
  1. Þú ert með ótrúlega flott hár sem lítur út fyrir að vera svo viðráðanlegt (e-ð sem mitt hár er ekki)
  2. Gula áin með Heimilistónum minnir mig svoldið á þig – og líka Lumalumajei-lagið síðan í fyrrasumar. + náttúrulega Júróvisjón 🙂
  3. Pönnukökur, engin spurning 😉
  4. „If found drunk and unconsciuos please return to…“ 😉
  5. Hmmm… ein af fyrstu ljósu minningunum er um partí heima hjá þér í Hlégerði og ég man mér fannst þú alltaf í svo flottum skóm…
  6. Þú minnir mig stundum á dádýr, ekki spyrja mig af hverju…
  7. Ætlarðu að leyfa mér að gista í Kaupmannahöfn ef ég kíki í heimsókn?

 6. Eyrún desember 11, 2005 kl. 01:26 #

  Fyrir Fífí:
  1. Þú ert svaka klár í færeysku þrátt fyrir að hafa ekki farið til Færeyja með okkur í febrúar.
  2. Verð að segja að lagið sem Valdís notaði sem hringitón minni mig á vinnuna okkar í sumar og okkur öll saman.
  3. Bragðið af lifrarpylsu, kívíi og pizzu með kryddkjúkling 😉
  4. „Ég er betri en þið allar“
  5. Man eftir þér í ófáum partíum hjá Evu á Grettisgötunni, svo náttúrulega í baksætinu hjá vini okkar kastandi bjórglösum – good times.
  6. Þú minnir mig óneitanlega á dvörgameyjarnar…
  7. Af hverju var ég að skipta um skor?? 😉

 7. Rosie G. desember 11, 2005 kl. 07:18 #

  Hæ elsku Eyrún mín…

  Jú við erum að fara til London baby… eigum við ekki að skipuleggja ferð bara eftir áramótin – vá hvað ég er til!

  Þetta með myndina, ég get svarið það, þetta var það fyndnasta í heimi!!!

 8. Helga desember 12, 2005 kl. 18:22 #

  Ég vil vera með!!

 9. Eyrún desember 13, 2005 kl. 01:41 #

  Þetta er svoldið snúið því ég á tvær vinkonur sem heita Helga og viðkomandi hefur ekki skilið neitt nema sitt eina nafn eftir fyrir mig til að ræða um. Ég er ekki sjáandi en býst við að þetta sé hún Helga vena sem þarna er á ferð… þannig að here goes:
  1. Þú ert með netta þrifnaðarmaníu svo ekki sé meira sagt.
  2. Badmington-Lóla minnir mig á þig, vil frekar nefna bók sem minnir mig á þig – það er t.d. Tötra í Glettingi og Rásir dægranna eftir Málfríði okkar.
  3. Tebragð, grænt te og piparmyntu
  4. …því klukkan er orðin fjegur! – Ditto!! – „þeir eru þá allavega ekki með vængi“
  5. Það er örugglega einhver pása í kaffistofunni í Árnagarði
  6. Þú minnir mig á fugl, bahahaha (nei bara grín)
  7. Hvernig stendur á því að ég er enn að vinna á ákveðnu blaði hér í bæ?

  (Sé um rétta Helgu að ræða, vinsamlegast látið veta=vita);)

 10. Anonymous desember 13, 2005 kl. 11:23 #

  Leimmér að vera með! Helga

 11. Anonymous desember 13, 2005 kl. 11:24 #

  Úpps, skrifaði komment í gær og bað um að fá að vera með, en svo kom eitthvað rugl í tölvun og ég hélt þetta hefði ekki komið inn. Dissaðu sumsé síðasta komment frá mér. Þín veeeena.

 12. Hilla desember 13, 2005 kl. 15:00 #

  Takk Eyrún!! Að sjálfsögðu færðu að gista í Köben 🙂

 13. Hilla desember 14, 2005 kl. 11:34 #

  Fyrir Eyrúnu:
  1. Þú ert ótrúlegur námshestur!
  2. Denis með Blondie
  3. Ætli það sé ekki bara bjórbragð!
  4. Júróvísjon!
  5. Himm ætli það sé ekki þegar ég fór með Unni á kofann þar sem ég hitti ykkur Ásgeir saman í fyrsta skipti! Hafði aðalega heyrt um þig fyrir þann tíma!
  6. Merkilegt að Dádýr kemur líka upp í hugann!
  7. Hvernig ferðu að því að föndra svona mikið fyrir jólin?

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: