Hundaheppnin mín

2 Feb

Ég frétti að á ári hundsins, þ.e. árinu í ár, ættu allir þeir sem fæddir eru á hundaári (1982, 1994, 2006) að njóta sérstakrar blessunar, ástar og hamingju. Ennfremur að maður eigi að ýta undir hamingjuna með því að ganga með rauð belti eða í rauðum nærbuxum. Ég hef nú ekki gert mikið af því að ganga í rauðum nærbuxum (á þó einar) og ég á ekki rautt belti. Þrátt fyrir það vona ég heitt og innilega að ég eigi eftir að njóta sérstakrar blessunar í ár. Þá er ég ekki að halda því fram að ég sé ekki blessuð, öðru nær, því ég er ein hamingjusamasta mannvera sem ég þekki. En vitneskjan um að það sé samþykkt milli æðri máttarvalda og mín um að auðvelda mér lífsbaráttuna, gefur mér óneitanlega hlýja og mjúka tilfinningu í magann. Sem má nú alveg við því að upplifa eitthvað gott – það sem á hann hefur verið lagt undanfarið! Vona að hann verði til friðs framvegis…
Helstu fréttir eru þær að starfsþjálfunin ógurlega sem legið hefur í loftinu virðist loks vera að skella á. Hún byrjar á Fréttablaðinu á sunnudag. Síðan fer ég á RÚV útvarpið og sjónvarpið, NFS og Moggann. Þetta verður ábyggilega fróðlegt og skemmtilegt og vonandi fáum við að grípa pennann/hljóðnemann/kameruna og semja eitthvað frá eigin brjósti.
Ég er líka búin að bjóða slatta af fólki í bústaðinn í tilefni afmælis míns. Gleðin verður 17.-19.febrúar næstkomandi og gleðihúsið er á landi Drumboddsstaða sem er ekki langt frá Laugavatni/Úthlíð. Hér með eru þeir boðnir velkomnir sem hingað líta inn – hafi ég ekki sent þeim formlegt boðskort nú þegar!! Endilega kommentið hvort þið komið, viljið gista eða kíkja í kaffi. Afmæliskaffi verður á laugardeginum (formlegt) en grillið verður opið föstudags og laugardagskvöld og meðlæti verður á staðnum. Mættu með pylsuna þína!!!!

3 svör til “Hundaheppnin mín”

 1. Hrafnhildur febrúar 3, 2006 kl. 16:59 #

  Hæ skvís…
  Vildi að ég gæti komið í ammælið þitt en ég hugsa bara til þín og allavega einu sinni verður þú að segja „hver sagði skál!!??“ og þá er það ég sem sagði það hihi!!!
  Love u beib og sakna þín alveg niðri rassgat.
  Lots of love
  Húbba lúbba

 2. Regnhlif febrúar 6, 2006 kl. 19:27 #

  Heyrðu, ég held barasta að ég sé að fara í sumarbústað í úthlíð þannig að það ætti að vera tilvalið að kíkja í kaffi! Láttu þér allavega ekki bregða ef ég guða á gluggann

 3. Emilía febrúar 8, 2006 kl. 04:29 #

  Ekki var mér boðið neitt sérstaklega!!! pfuffff (rosa hneiksluð) en ég segi bara góða skemmtun ef ég heyri ekki í þér fyrir þetta teiti!–>

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: