Talið fram á netinu

10 Mar

Nú er komið að árlegu framtali. Þetta eru mínar eignir:
-ég á kærasta sem myndi skíra barnið okkar Nivu í höfuðið á Lödunni sinni en er að öllu öðru leyti dásamlegur.
-ég á mömmu sem gleymir stundum að hún vinnur á bókasafni og skammar okkur eins og krakkana þar. Henni finnst saltfiskur hræðilegur en hefur gaman af því að tala um bækur.
-ég á pabba sem getur lagað flest allt sem bilar og á sitt eigið tónlistarherbergi þar sem hann geymir gítarana sína og skemmtarann sem hann spilar á þegar vel liggur á honum.
-ég á systur sem á það til að svara mér í smá broti úr lagi. Hún er með fyndnustu litlu fingur í heiminum. Hún kallar mig Eyru.
-ég á bróður sem er eldklár að pikka upp lög en spilar alltof mikið tölvuleiki. Hann átti flottasta kassabílinn í hverfinu þegar hann var minni.
-ég á afa sem gaf mér antíkveggklukku úr plasti. Hann heldur því fram að það séu 12 í tug og safnar myndavélum og úrum.
-ég á ömmu og afa sem ég tengi alltaf við Cocopuffs og teiknimyndir um helgar. Þau eru frábær.
-ég á vinkonu sem er alltof langt í burtu akkúrat núna. Hún gerir flottustu pils í heimi, flest allt sem hún gerir er flott.
-ég á vinkonu sem fílar fönktónlist og skrifaði mér láttu-þér-batna-kort þegar ég fótbrotnaði þegar ég var 7 ára.
-ég á vinkonu sem drekkur te eins og hún fái borgað fyrir það og hún er natural talent í eldhúsinu.
-ég á líka ómaga sem hefur sem betur fer legið í dvala og sefur vonandi sínum þyrnirósarsvefni það sem eftir er.

… ég gæti haldið lengi áfram en segi þetta gott í kvöld. Skuldirnar mínar eru ekki helmingur af þessum eignum mínum. Og hafiði það!

Auglýsingar

3 svör to “Talið fram á netinu”

 1. Rosie G. mars 11, 2006 kl. 22:41 #

  Elsku Eyrún mín… þú ert bara yndisleg 🙂

 2. Hrafnhildur mars 13, 2006 kl. 20:02 #

  Takk fyrir falleg orð elskan mín… þú ert algjört æði

 3. Emma/keikó mars 17, 2006 kl. 02:36 #

  hey ekkert skrifað um mig.. ég geri það þá bara sjálf..

  þú átt vinkonu sem er eins og hvalur ákkúrat núna og verður flutt eins og keikó til íslands á laugardaginn 😀

  annars alveg yndislegt blogg hjá þér!!
  hlakka til að sjá þig!!–>

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: