…og elsku London þegar þær eignuðust son!

21 Mar


Þá er það ákveðið. Við skötuhjúin sækjum Engilsaxa heim og dvelja í þeirra höfuðstað, Lundúnum í 5 daga. Við fljúgum út miðvikudaginn 3.maí og lendum um kvöldið og svo heim um kvöldið mánudaginn 8.maí. Af því að ég er eins og ég er þá vil ég reyna að plana ferðina áður en við förum svo við eyðum nú ekki heilum eða hálfum dögum í að ákveða hvort við nennum að skoða þetta eða hitt og þess vegna er ég svona aðeins byrjuð að gúggla hitt og þetta. Við erum eiginlega komin á það að við viljum sjá söngleikinn The Producers. Hann er í leikstjórn Mel Brooks og er víst alveg hræðilega fyndinn. Svo er það ekki verra að einn af Herramönnunum sem er uppáhaldið okkar leikur í honum. En þetta er í raun allt sem komið er í planinu. Ég myndi þiggja góðar hugmyndir frá ykkur, netverjar góðir, því þetta er í fyrsta sinn sem við förum til London. Og jú, við eigum náttúrulega eftir að túrhestast eitthvað en mig langar að sjá eitthvað spes og svolítið júníkk. Svo sláið á þráðinn/kommentið ef þið liggið á upplýsingum um einhvern gullmolann sem gaman væri að sjá!!
P.S Við gistum á hóteli í Marylebone, rétt við þá lestarstöð… er það gott eða hvað? Hvað er nálægt því sem er áhugavert??

Auglýsingar

5 svör to “…og elsku London þegar þær eignuðust son!”

 1. Hilla mars 22, 2006 kl. 11:13 #

  Ég hef nú aldrei verið nema 4 klukkutíma í london. en ég á tvær vinkonur sem hafa oft verið þar!

  http://www.harpahrund.blogspot.com/

  http://www.annos.blogspot.com/

  Ef þig vantar hjálp eru þær öruggleg atilbúnar að hjálpa og segja þér hvað er gaman að sjá!

 2. Húbbos mars 23, 2006 kl. 17:38 #

  Hey þið verðið að gera ykkur svona walk inn kort eins og Joe var með (úr Friends) hihi!!! Sneddí, sneddí haha!! love u and miss u baby en ég kem heim alveg bráðum 🙂 verð ég ekki líka bara að sauma eitthvað fínt á þig til að þú getir auglýst mig í London hihi!! c u soon!

 3. Emilía mars 23, 2006 kl. 20:30 #

  en gaman hjá ykkur..
  ég veit ekkert um London enda aldrei komið þangað en mig hefur lengi langað þannig að endilega skoðið og gerið sem mest þannig að þið getið sagt mér hvað ég á að gera þegar ég fer þangað 😀

  Bestu kveðjur..

 4. Diljá mars 23, 2006 kl. 22:40 #

  mæli með camden og soho… annars held ég að sé ekkert gott að plana of mikið 😉

 5. super-darling mars 28, 2006 kl. 15:40 #

  já ég hef verið þarna einu sinni í hálfan dag og það var bara fínt. Tók þá þessa típísku túristaferð sem ég mæli alveg með og hægt að eyða degi í það. En það er að taka svona breskan strætó og fara í strætóferðu um London. Hann stoppar við helstu staðina og gengur á 10 mín. fresti eða eitthvað. Þið borgið bara ákveðið verð og getið svo hoppað í og úr vagninum að vild í heilan sólahring. 😉 Stuð! 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: