105. Sumarnótt

29 Maí

Þegar ég keyrði heim á sunnudagsmorguninn í blankalogni og glaðasólskini fann ég ekki til minnstu þreytu. Hafði verið í bænum og skemmti mér þokkalega. Fannst þó töluvert mikið af illa drukknu fólki sem og áflogum og látum. Það var eitthvað sem lá í loftinu. Kannski var það spenningurinn yfir kosningunum sem voru svo ekkert spennandi eftir allt saman. Nei, eitthvað var það.
Á leiðinni heim tók ég eftir að á nánast hverjum einasta ljósastaur sat mávur og svaf. Eymingjans mávarnir, ég vorkenndi þeim hálfpartinn. Allir agnúast út í þá; það eru læti í þeim, þeir eru uppáþrengjandi og það er allt of mikið af þeim. Mikið hljóta þeir að vera einmana stundum. Á slíkum stundum er það ef til vill tilvalið að velja sér svefnstað sem er mörgum metrum fyrir ofan mannfólkið.
Ég tölti síðan upp á þriðju hæðina sem er í sömu hæð og ljósastaurarnir og lagðist til svefns.

Auglýsingar

2 svör to “105. Sumarnótt”

  1. Rosie G. maí 29, 2006 kl. 21:15 #

    Ég elska Ísland…

  2. Hilla maí 30, 2006 kl. 07:36 #

    Ég hlakka til sumarnóttanna í Reykjavík!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: