113. Klámfengið sumarplan

9 Jún

Af titlinum mætti halda að ég ætlaði að fara með svívirðu og klámkjaft hér á opinberum vettvangi. En það geri ég ekki, einfaldlega vegna þess að klámfengið er hér samheiti orðsins grófur sem er andstæða orðsins smár, fínlega gerður. Sum sé, uppkast að skema yfir sumarafþreyingu mína og minna. Því ekki ætla ég að vinna í allt sumar. (Ég uppfæri þetta svo jafnóðum:)

17. júní: Brúðkaup á Hvammstanga
Nokkrir dagar þar á eftir: Ferðalag um Norðurland, Húsavík, Akureyri o.fl. – Bóndinn er í einhverjum jeppahugleiðingum.
24. júní: Einar þrjár útskriftir.
25. júní: Kompudagur og útsala Fílharmóníunnar í Kolaportinu! Allir að mæta!
6. júlí: Mega spilakvöld!

– Best að stefna á kórhitting um miðjan júlí

27. júlí: Tónleikar Belle og Sebastian & Emilíönu Torrini á NASA kl.21
28.- 30. júlí: Ættarmót fyrir norðan
Verslunarmannahelgin: Tjaldferðalag með útlendinga

28. sept – 3. okt: Búlgaríuferð Fílharmóníunnar!!

-ok, ég veit að þetta síðasta er kannski ekki beint á sumrinu en ég hlakka bara svo til! Vona bara að við kórkonurnar komum ekki skornar í andliti til baka…

Fyrirbæri dagsins: Klárlega Emilíana Torrini og Belle og Sebastian í tilefni gærdagsins. Kann Emilíönu aftur á bak og áfram enda hér á ferð einn fyrsti og tryggasti aðdáandi hennar frá því hún söng í Hárinu hér um árið!

Eitt svar til “113. Klámfengið sumarplan”

  1. Emma klemma júní 12, 2006 kl. 00:09 #

    hæ skvís.. það er ekkert smá plan fyrir sumarið.. hefuru einhvern tíma fyrir vini eða vinnu?? hehe.. Vona að þú hafir það gott og vonast til að hitta þig sem fyrst aftur..

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: