114. Uppgjör helgarinnar

12 Jún

Í tónhlöðunni:
1. Ragnar Bjarnason: Lipurtá
2. The Bloodhound Gang: Why´s Everybody Always Picking On Me?
3. Álftagerðisbræður: Rósin
4. Duck Tales – lagið
5. Ragnar Bjarnason: Ævintýri
6. Elsa Sigfúss: Óli lokbrá
7. Vilhjálmur og Ellý: Í grænum mó
8. Sykurmolarnir: Deus
9. Megas: Heilræðavísur
10. Ellý Vilhjálms: Meir

Ég átti hreint ágæta helgi. Fór með Húbbu vinkonu í skotbolta og snú-snú á föstudagskvöldið ásamt mergð fólks sem ég þekkti lítið. Það var alveg svakalega gaman. Fann reyndar fyrir elli minni á laugardeginum þegar ég vaknaði og fann til í öllum liðum í fótunum. En það var þess virði. Á laugardeginum fór ég í mega-svaka-gíga-verslunarleiðangur með Dillu sys þar sem ég skildi eftir tómar hillur og blóði drifna slóð í Smáralind og Kringlu. En enginn óþarfi var keyptur og allir voru sáttir. Fór svo með Dillu og borðaði með þeim í Garðabænum. Við sátum svo og gláptum á kassann þangað til ég taldi óhætt að fara heim þar sem steggjapartí stóð sem hæst. Þeir fóru svo í bæinn og ég sótti manninn um síðir.
Í gær, sunnudag, var seint vaknað og farið í bakarí. Húbba kom svo með 5. seríu af Friends og við skruppum líka í ísbíltúr. Kvöldinu var eytt fyrir framan kassann með Friends og kínamat, fremur ljúft en ákaflega óhollt.

Það sem liggur fyrir í vikunni er að tala við TBR, redda brúðkaupsgjöf og hjóla í vinnuna a.mk. 2x í viðbót. Þetta gengur ekki lengur – nú skal tekið á!!! Engin miskunn!!

Fyrirbæri dagsins: Afturvirkt reyndar, en það eru Friends. Merkilegt hvað er hægt að horfa á þetta aftur og aftur. Og þvílíkt úthald að gera 10 seríur um sömu manneskjurnar og allt gerist þetta bara í sömu tveimur, þremur íbúðunum!!!

Eitt svar til “114. Uppgjör helgarinnar”

  1. Rosie G. júní 13, 2006 kl. 10:58 #

    Þetta er nefnilega alveg merkilegt… og maður horfir líka alltaf á sömu þættina aftur og aftur… og finnst þeir alltaf jafnfyndnir!

    Simple minds, simple pleasures…

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: