118. Klippklipp

15 Jún

Ég er þvílíkur dundari. Alveg frá því að ég var lítil hefur mér tekist að hafa ofan af fyrir mér með ýmsu móti. Afleiðingin er sú að ég eyddi alltaf gífurlegum tíma inni í herbergi. Sem er kannski ástæðan fyrir því hversu skrítin ég varð. Eftir að hefðbundnum barnaleikjum sleppti (Barbie, dúkkó, póní, sylvanian) tók ýmislegt dútl við. Ég fór að leggja kapla í gríð og erg (kunni einar 10-12 tegundir), ég púslaði frá mér allt vit og svo voru það listarnir. Ég gerði lista yfir allt; uppáhalds hitt og þetta, eigur mínar (bækur o.s.frv.). Og alltaf þurfti ég nýja bók eða síðu fyrir nýja listann. Helst nýja bók því að ég var sannfærð um að þennan lista héldi ég áfram að fylla út þar til ég yrði gömul kona. Þá þurfti nú að vera nóg pláss.

Ég er enn í dag svona slæm í listunum. Stundum grípur mig gífurleg skipulagsþörf og ég þarf að skrá niður bókaeignina á heimilinu. Eini listinn sem hefur fylgt mér í þó nokkurn tíma og ég fylli út samviskusamlega, er listi yfir lesnar bækur. Held að hann gæti komið sér vel í framtíðinni. Ég hef líka áráttu til að setja myndir strax í albúm eftir að ég sæki þær í framköllun. Hef aldrei skilið að fólk geti átt óflokkaðar myndir liggjandi út um allt. Ég gæti ekki sofið á nóttunni ef sú væri raunin á mínu heimili.

Flestir sem þekkja mig kannast við klippimyndadundið mitt. Það á rætur að rekja til áranna í MH þar sem ég skreytti allar skólabækurnar með klippimyndum. Listin, ef list má kalla, hefur þróast talsvert með tímanum og er sannarlega orðin þematískari hjá mér. Það er eitthvað óendanlega róandi að sitja ein með sjálfri sér og klippa og líma.

Kvöldið í gær var því einstaklega skemmtilegt. Þar sameinuðust þessi dundeiginleikar mínir og ég bjó til nýtt og fínt myndaalbúm með Lundúnamyndum sem ég klippti og límdi inn!!

Fyrirbæri dagsins: Vekjaraklukkan mín. Hún vann þrekvirki þegar hún vakti mig áðan.

Auglýsingar

2 svör to “118. Klippklipp”

  1. Hlíf júní 15, 2006 kl. 08:50 #

    Hahaha. Fyndið þetta með listana:) En mér finnst þetta með lesnar bækur rosalega sniðugt! Ég þyrfti á svona lista að halda af því að ég man aldrei hvaða bækur ég er búin að lesa. Ég ætla að byrja á þessu strax í dag!
    En ég er sammála með myndirnar… maður getur ekki látið þetta liggja ósorterað ofan í kassa. Sem minnir mig á það að ég fann 3 óframkallaðar filmur… þarf að drífa þær í framköllun.

  2. Rosie júní 15, 2006 kl. 09:45 #

    Ég er nú svo heppin að eiga bækur, dagatal, og svo síðast en ekki síst listaverk uppi á vegg a la Eyrún 😉

    Takk elsku Eyrún mín 😉

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: