127. Af mat og öðru

11 Júl

Ég hef verið venju fremur aktív í eldhúsinu undanfarið. Um helgina hjálpaði ég til við undirbúning fyrir sextugsafmæli sem haldið var á sunnudeginum. Á laugardeginum voru ýmsar kræsingar skornar niður, s.s. grænmeti og lax. Daginn eftir var svo allt fram borið fyrir gesti afmælisins sem gæddu sér á matnum með bestu lyst enda afbragðs veitingar í boði. Held að ég hafi aldrei á ævinni hellt jafnoft hvítvíni í glös hjá fólki. En allt fór vel fram og afmælisbarnið var ánægt með daginn. Það var nú markmiðið.

En þar með er frásögninni af afrekum mínum í eldhúsinu ekki lokið. Því að auk þess að uppvarta í afmælinu bakaði ég bæði skinkuhorn og möffins á sunnudeginum. Ansi stolt af sjálfri mér… Tilefnið var spilakvöld með vinnufélögunum sem haldið var á Ásbrautinni í gærkvöldi. Það fór vel fram og skemmtu allir sér yfir Fimbulfambinu sem er eitt besta spil sem enn hefur verið framleitt á Íslandi. Enn, segi ég, því við í vinnunni eigum draum um að gefa út málfræðispilið ógurlega, um þróun íslenskunnar og íslenska málnotkun og að sjálfsögðu á það eftir að slá rækilega í gegn og vera sett á sama stall og Trivial eða ólsen-ólsen.

Fyrirbæri dagsins: Það er Hörður, kærasti systur minnar þó að hann sé síður en svo eitthvert fyrirbæri. En hann vann í flokknum Besta skeggið í keppninni um Rauðhærðasta Íslendinginn á Írskum dögum á Akranesi um helgina. Hefði náttúrulega átt að vinna en, hvað er ekki hægt að gera fyrir 5000 króna úttekt í verslunum á Akranesi???

Auglýsingar

Eitt svar to “127. Af mat og öðru”

  1. Hilla júlí 12, 2006 kl. 16:27 #

    Heyrðu við ættum kannski koma á stofn spilaútgáfu Háskólans! Mig langar nefninlega að búa til svona ríkistjórnaspil. Ef Íslenskuskorðið og orðabók Háskólans standa að útga´fur málfræðispilsins þá gætum við svo fengið stjórnmálafræðiskor til að standa að útgáfu ríkistjórnarspilsins!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: