132. Uppá fjalli, inni í tjaldi

24 Júl

 

Þetta ætlar að verða dálítið öflugt tjaldsumar hjá mér. Þegar skólinn byrjar í haust hef ég gist í tjaldi í 5 nætur samtals og geri aðrir betur (með því sem ég á eftir að fara og er búin)! Ok, það er nú kannski ekki mikið en nóttin var nú bara ein í fyrrasumar! Miðað við það er allt mikið, ekki satt?

En ég gerðist göngugarpur og hlunkaðist á Esjuna með Húbbu vinkonu á föstudaginn. Já, hlunkaðist segi ég því þetta getur varla talist fögur ganga eins og hún var hjá okkur. Húbba var nú skömminni skárri en ég því ég stóð gersamlega á öndinni allan tímann á leiðinni upp og var svo að drepast í ökklunum á leiðinni niður. Gat þó andað á leiðinni niður, sem betur fer.

Á laugardag fórum við skötuhjú í útilegu með fjölskyldu Ásgeirs, þ.e. foreldrum, eldri systur og öllum barnabörnum. Það var heilmikið fjör og farið á mínar heimaslóðir og gist á Varmalandi í Borgarfirði. Þar var fyrir 300 manna ættarmót en það var nú allt í lagi – heldur mikil drykkjulæti um nóttina en það fylgir nú bara Íslendingum í útilegu. Mér fannst verst að handklæðinu mínu var stolið í sundlauginni og eitt andartak upplifði ég skelfinguna sem pabbi Jóns Odds og Jóns Bjarna hlaut að hafa fundið fyrir þegar fötunum hans var stolið í sundi. Nema ég hafði náttúrulega fötin, fékk svo lánað handklæði til að þurrka mér. Þannig að ef þið sjáið einhvern óprúttinn aðila í laxableiku handklæði…. þá látið hann bara eiga sig… mér er nú bara nokk sama! hehe

Á sunnudeginum var haldið af stað snemma og farið á ættarhitting á Akranesi þar sem systkini pabba Ásgeirs hittust. Það var gaman, sérstaklega að sjá hvað börnin spretta hratt! Við skruppum á safnasvæðið á Akranesi og skoðuðum safnið þar því þar eru geymdir margir af munum frá ömmu Ásgeirs og fjölskyldu…

Sem sagt; heilmikil fjölskylduhelgi. En við látum sko ekki þar við sitja: Um næstu helgi er ættarmót í móðurfjölskyldu ÁPB á Húnavöllum í Skagafirði. Heilmikið gilli, trúi ég. Þangað til hlusta ég bara á Belle og Sebastian og bíð eftir tónleikunum á fimmtudag…

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: