138. Land vonar og drauma

20 Ágú

 

Ég hef nýlokið við að lesa sjálfsævisögu Bandaríkjamannsins Richards Wrights, sem ber heitið Black Boy. Eins og nafnið bendir til fjallar sagan um uppvöxt hans í Suðurríkjunum og leiðina til manns í samfélagi þar sem svertingjar eru varla taldir til mennskra. Sagan er að mestu leyti týpísk sjálfsævisaga manns úr minnihlutahóps þar sem hann fjallar mikið um hina kollektívu sjálfsmynd sem hann hefur en telur að hið svarta samfélag vanti. Ritlistin á hug hans allan og með henni vill hann koma svörtum í skilning um samkenndina og eininguna sem honum finnst að eigi að ríkja þeirra á meðan og hinum hvítu „herrum“ í skilning um að svertingjarnir hugsa, skilja og finna til eins og þeir.

Á einum stað í bókinni, sem er frá árinu 1945, fjallar hann um sýn sína á Ameríku og amerískan hugsunarhátt. Þessi klausa fannst mér afar áhugaverð og eiga einkar vel við enn í dag þó hún sé orðin 60 ára gömul:

„I feel that America´s past is too shallow, her national character too superficially optimistic, her very morality too suffused with color hate for her to accomplish so vast and complex a task. (…) Our too-young and too-new America, lusty because it is lonely, aggressive because it is afraid, insists upon seeing the world in terms of good and bad, the holy and the evil, the high and the low, the white and the black; our America is frightened of fact, of history, of processes, of necessity. It hugs the easy way of damning those whom it cannot understand, of excluding those who look different, and it salves its conscience with a self-draped cloak of righteousness.“ 

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: