139. Kórhittingur

20 Ágú

Síðasta sunnudag hittist gamli Skólakór Garðabæjar í safnaðarheimili Vídalínskirkju. Hafði þessi hittingur verið planaður nú í sumar af tveimur af eldri kórgellunum, mér og Gunnu. Við höfðum lagt ýmislegt á okkur við undirbúninginn; haft samband við flesta gamla kórfélaga með öllum leiðum ;), fengið ýmsar veitingar gefins (gos, bakkelsi og kaffi), útbúið myndasýningu á Powerpoint, farið í gegnum nótur og ljósritað o.fl. Þegar á hólminn kom vissum við satt að segja ekki hversu margir myndu koma og vorum himinlifandi þegar við vorum orðin tæplega tuttugu sem mættum.

Á „fundinum“ var ákveðið að kórinn skyldi halda áfram að hittast í vetur og syngja saman. Undir lokin sungum við einnig dálítið og við fagra hljóma (þó nokkrir væru ryðgaðri en aðrir) kviknuðu vonir hjá mörgum um glæsta tónleika á næsta ári.

Takk fyrir komuna allir!! Sjáumst hress í september…

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: