148. Summer Night City – uppgjör

17 Sep

Óhætt að segja að sumarið sé endanlega liðið og haustið tekið við.

Ég gerði lista hér í upphafi sumars yfir það sem ég ætlaði að gera og hér kemur uppgjörið:

Sumarið 2006:
Við byrjuðum á því í byrjun maí að fara í 6 daga ferð til London sem var algjörlega æðislegt. Þvílíkt gott að komast saman frá amstri hversdagsins og slappa af. Þó að það afslappelsi hafi nú meira falist í því að skunda um borgina þvera og endilanga… Við náðum þó að sjá margt, fara í leikhús, á underground-uppistand, borða vel og njóta góða veðursins. Jú og versla pínu.
Eftir að við komum heim fór ég að vinna bæði hjá OH og við prófarkalestur. Við skruppum einn sunnudag í lok maí í Hveragerði með Á&T&JL og flugum flugdrekum. Það var rosalega gaman.
Haldin voru ein þrjú spilakvöld í sumar hjá hinum geysiskemmtilega Spilaklúbbi norðursins og slík skemmtun er ófáanleg annars staðar!! Einnig hélt ég eitt spilakvöld fyrir vinnuna þar sem við fórum á kostum í miðaleiknum (sumir þó á meiri kostum en aðrir…)
Ég mætti í eina gæsun í byrjun júní sem var í blíðskaparveðri og heppnaðist svakalega vel. Á 17.júní var síðan haldið í brúðkaup norður á Hvammstanga sem var ógleymanlegt og afskaplega fallegt. Þaðan fórum við í þriggja daga ferð norður á Akureyri þar sem við gistum hjá R&G og keyrðum í Mývatnssveit og Bárðardal. Síðan gistum við á Blönduósi hjá ömmu Ásgeirs og keyrðum Kjalveg heim.
Kórinn hélt kompudag í Kolaportinu 25. júní þar sem mér tókst að losna við ótrúlegasta dót, þ.á m. fótanuddtækið!! Veit nú ekki hvort eða hversu mikið kaupandinn borgaði en mér er slétt sama…
Við fórum svo í afmæli og útskriftir í lok júní, byrjun júlí, þar á meðal eitt sextugsafmæli sem var afskaplega fínt og uppvörtunin var Mjög góð…
Í sumar var líka kvikmyndaklúbburinn Bíódagar stofnaður og hittist fimm sinnum. Nánar um hann síðar.
Ég sá Footloose með Rósu vinkonu í Borgarleikhúsinu, mikið fjör!!
Skruppum á Írska daga á Akranesi þar sem Hörður mágur minn rúllaði upp keppninni um rauðasta skegg landsins, congrats…
Í lok júlí gengum við Húbba á Esjuna, reyndar ekki alveg alla leið á toppinn en svo gott sem (gífurleg þoka efst uppi, við sáum ekki handa okkar skil)
Ég fór í fótsnyrtingu í fyrsta sinn sama dag, en ég ætti nú ekki að segja nokkrum lifandi manni frá því (þorði allavega ekki að segja fótsnyrtidömunni það!!)
Stórfjölskyldan hjá Ásgeiri fór í útilegu á Varmaland í Borgarfirði og gistum við eina nótt. Daginn eftir var svo brönch á Akranesi hjá föðursystur hans.
Ég fór svo á Belle & Sebastian og Emilíönu Torrini 27.júlí.
Ættarmót var haldið á Húnavöllum í Skagafirði 28.-30.júlí. Það var ágætlega heppnað en veðrið ekkert spes.
Ásgeir varð 25 ára og afmælisboð var haldið á sjálfan afmælisdaginn en partý í tilefni afmælisins um tveimur vikum síðar.
Við Húbba löbbuðum á Úlfarsfell með dönskum vinkonum hennar. Helgina þar á eftir (sum sé verslunarmannahelgina) gistum við á Flúðum, fórum á sveitaball og tókum svo Gullna hringinn í þynnkunni daginn eftir.
Kórhittingur Skólakórs Garðabæjar var um miðjan ágúst og var sérlega vel heppnaður. Stefnt er að því að hittast reglulega í vetur og syngja saman.
Við skvísurnar úr íslenskunni hittumst nokkrar og borðuðum saman á Rossopommodoro. Sem er orðinn nokkurs konar hefð, held ég 🙂
Fórum í eitt stk. skírn í lok ágúst hjá Daníeli Árna sem fékk að halda nafninu sínu, merkilegt nokk…

Jahá. Svona var þá sumarið. Þetta var nú barasta ágætasta sumar og hrein hátíð miðað við sumarið í fyrra sem ég notaði mikið til í að sofa og aumingjast. Hehehe.
En nú tekur annað við og verkefnin hlaðast upp…

2 svör til “148. Summer Night City – uppgjör”

  1. helga september 18, 2006 kl. 17:26 #

    Af hverju í ósköpunum var mér ekki boðið á þetta Rossopommo-dót? Af hverju er ég allaf dissuð? Kærastinn farinn frá, vinkonurnar farnar frá mér… Ef þetta er ekki ástæða til að taka aftur upp reykingar þá veit ég ekki hvað!

  2. Eyrún september 18, 2006 kl. 18:07 #

    Þú varst með kærastanum í Evrópureisu, vælukjóinn þinn! hehehe

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: