150. Sjötti hittingur kvikmyndaklúbbsins Bíódaga

23 Sep

 

 Fyrir viku síðan var hittingur á Ásbrautinni. Heldur fáir mættu í það skiptið, voru aðeins húsráðendur og systurnar síkátu (mínus ein) mætt á svæðið. Viðfangsefni dagsins var kvikmynd Gísla Snæs Erlingssonar, Stuttur frakki frá árinu 1993.
Ég hafði ekki séð hana áður og vissi fátt annað en að hún væri að einhverju leyti á frönsku, þ.e. franskir leikarar í henni. Sagan er dálítið týpísk fyrir íslenska bíómynd; sagt frá útlendingi sem kemur hingað og áhorfandinn sér landið og þjóðina út frá augum ókunnugs manns. Frakkinn André Lamon (leikinn af Jean-Philippe Labadie) er sendur af útgáfufyrirtæki sem hann vinnur hjá í Frakklandi til Íslands (hvar er það?) á tónleika til að skoða íslensk bönd. Hmm… uppskrift að einu stóru íslensku tónlistarmyndbandi??
Nefnilega ekki. Sagan fléttast nefnilega skemmtilega og André kemst ekki á tónleikana fyrr en seint og um síðir. Á flugvellinum hittir hann nefnilega Sóleyju (Solei= sól á frönsku) sem leikin er af Elvu Ósk okkar Íslendinga. Það kemur á daginn að draumadísin hans er systir skipuleggjanda tónleikanna, Rúnars (Hjálmar Hjálmarsson). Samt missir hann af henni og týnist í Reykjavík og er á leið austur fyrir fjall þegar hann fær far aftur í bæinn hjá Agli (Eggert Þorleifssyni). Ferðin endar þó ekki þar heldur kynnist hann ýmsum furðufuglum og æstum unglingum í Bangkok norðursins.

Tæknilega hlið myndarinnar var sannarlega til fyrirmyndar. Hljóðið var ákaflega vel heppnað miðað við margar aðrar íslenskar myndir. Myndatakan var líka góð, dálítið mikið af skuggum en samt frambærileg. Klippingarnar voru líka góðar.

Margir góðir leikarar prýða myndina. Að öðrum ólöstuðum eru Eggert Þorleifs og Hjálmar svakalega góðir og einnig er skemmtilegt að sjá Boga og Örvari bregða fyrir í litlu en bráðfyndnu innslagi. Aðalleikarar myndarinnar eru þó án efa hljómsveitirnar sem voru móðins á þessu tíma, þ.á m. Sálin, Ný Dönsk, SSSól/Síðan skein sól og Mezzoforte. Um þá snýst myndin að vissu leyti þrátt fyrir að vera líka landkynning fyrir náttúruna og svoleiðis…(sjá hraunið eins og á tunglinu, Perlan, lýsi og brennivín, fallegar konur o.fl.)

Á heildina litið er það þó sagan og skemmtilegar klippingar sem halda myndinni uppi. Svo er þetta ein af nostalgíumyndunum fyrir fólk á mínum aldri, var sýnd þegar við vorum lítil og allt umhverfið er eins og þegar við munum eftir því. Aðrar nostalgíumyndir eru t.d. Sódóma, Veggfóður, Stella, Með allt á hreinu, Karlakórinn Hekla o.fl.
Vonandi koma Bíódagar til með að sjá þær allar 😉

Næst verður horft á Stuðmannamyndina Hvíta máva.

Auglýsingar

2 svör to “150. Sjötti hittingur kvikmyndaklúbbsins Bíódaga”

  1. Hilla september 28, 2006 kl. 14:53 #

    Það var Todmobil en ekki metzoforte sem tróð þarna upp í myndinni! Eyþór með allt hárið!

    Hvenær er annars næsti hittingur?

  2. Eyrún september 29, 2006 kl. 09:07 #

    Vá var alveg búin að steingleyma því, ég giskaði bara 🙂
    Næsti hittingur hjá þér 1.okt (á sunnudag) = Hvítir mávar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: