152. Ljósið kemur langt og mjótt

28 Sep

Áðan stóð ég ásamt nokkrum tugum Kópavogsbúa og horfði á þegar ljósin voru slökkt í Reykjavík og nágrenni. Eða ætti ég að segja ekki slökkt? Því það var síst minni ljósmengun af ljósunum í heimahúsum og bílunum sem voru sífellt á ferðinni.
Þar sem ég stóð í miðju kirkjuholtinu var þó sæmilega myrkvað. Einstaka bílljós truflaði mig merkilega mikið. Engar stjörnur sáust. Jú, ein. Sennilega Pólsstjarnan. Hins vegar hef ég sjaldan séð jafnmargar þyrlur sveimandi hérna yfir og akkúrat þá. Eftir því sem myrkrið varð meira því betur leið mér. Ég stóð þarna innan um fullt af ókunnugu fólki sem ég sá ekki framan í. Þannig var ég ein í heiminum og það var voða notalegt.
Þangað til að hvert bæjarfélagið af öðru tók sig til og byrjaði að skjóta upp flugeldum til að bæta borgarbúum upp stjörnuleysið. Uss hvað ég var fúl. Maður fékk ekki einu sinni að hafa myrkrið (þá sjaldan sem það gefst) í friði fyrir sprengingum.
Slagorðið: Slokkni ljós, kvikni stjörnur missti því algerlega marks. Þar kom ekkert fram um rakettur, hnuss…

En mikið var gaman að sjá þegar ljósin komu aftur, hægt og rólega

Auglýsingar

3 svör to “152. Ljósið kemur langt og mjótt”

 1. Rósa september 28, 2006 kl. 23:08 #

  Ég og Bára stóðum einmitt hérna á Keldnaholtinu og horfðum yfir borgina… ég fann ekki mikið fyrir kyrrðinni í myrkrinu út af bandóðu fólki með flugelda og blys… og hávaðanum í þyrlunum… mér finnst að það hefði bara átt að taka rafmagnið af borginni í svona mínútu í staðinn…

 2. Valdís september 29, 2006 kl. 11:58 #

  Það var einmitt lítið að græða á þessu heima enda öll útiljós kveikt sem og ljós inni hjá fólki! En einhver var einmitt með svaka flugeldasýningu bakvið hús…

 3. Þóra september 29, 2006 kl. 13:11 #

  Um að gera að fara til Afríku, ekkert rafmagn bara stjörnur. bara notalegegt og maður er einn í heiminum í þessu myrkri. Reyndar hér í Mapútó borg er sjaldan myrkur, en maður þarf ekki að fara langt til þess að komast í svarta myrkur.
  En knús til ykkar
  Kveðja frá Mapútó

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: