165. Uppgjör ársins 2006

9 Jan

Hérna kemur samantekt á því sem ég gerði markvert á árinu 2006 – og eftir á að hyggja var þetta barasta þrusugott ár.

Janúar: Lyfjagjafirnar sem byrjuðu í des 2005 héldu áfram allt síðasta ár á ca. 2 mánaða fresti. Fór að sjá Sölku Völku í Borgarleikhúsinu og fór í fyrsta skipti í nýstofnaðan bókaklúbb sem átti eftir að haldast við með herkjum út árið 2006. Badmintonið var líka massíft og við gáfum ekkert eftir í íþróttahúsi HÍ. Í janúar fengum við líka fyrsta hlutann í sjónvarpsskápnum sem við pöntuðum úr IKEA. Sá síðasti kom tveimur mánuðum síðar (raunasaga sem ekki verður rakin hér).

Febrúar: Mánuðurinn einkenndist af starfsþjálfun á hinum ýmsu miðlum sem var hluti af náminu. Ég fór að sjá Eldhús eftir máli og Viðtalið í Hafnarfjarðarleikhúsinu. Afmælinu var svo fagnað í sumarbústað sem BYKO á að Drumboddsstöðum og ætlaði allt um koll að keyra þegar Silvía Nótt vann Eurovision.

Mars: Í byrjun mánaðarins gerðist ég svo fræg að sjá Öskubusku í Íslensku óperunni sem var upplifun. Spilaklúbbur norðursins var formlega stofnaður í mánuðinum (hlaut nafn sitt ekki fyrr en seinna) og samanstendur hann mestmegnis af gömlum MH-ingum. Við hjúin fórum í vetrarferð í Þórsmörk ásamt fleirum sem og í menningarreisu til Akureyrar þar sem við sáum Litlu hryllingsbúðina. Í mars var líka árshátíð Snápsins á Thorvaldsen.

Apríl: Nokkur blaðamanna-og fréttapróf voru þreytt og gamlir dagar mundir með Sinfóníunni, Eivöru og Röggu Gröndal.

Maí: Það sem stendur upp úr er Lúndúnaferðin ógleymanlega þar sem við lögðum í kraftgöngu um borg og bý og soguðum í okkur ævaforna sem og aðeins nýrri menningu Engilsaxa. Skemmtilegasta lífsreynslan en jafnframt sú hræðilegasta var leikhúsferðin á The Producers. Ég fór að prófarkalesa fyrir Málvísindastofnun og fékk vinnu á Orðabókinni í nýsköpunarverkefni en er þar víst enn í dag. Vorið og sumarið komu og við flugum flugdrekum í Hveragerði.

Júní: Tók þátt í gæsun og fór í dásamlegt brúðkaup norður á Hvammstanga. Keyrðum um Norðurland í kjölfarið og fórum Kjölinn heim. Við stöllurnar tókum til við að spila badminton í TBR og þóttumst nokkuð brattar.

Júlí: Kvikmyndaklúbburinn Bíódagar hóf sýningar en hann er helgaður íslenskum kvikmyndum. Ég sá Footloose í Borgarleikhúsinu, fór á Írska daga á Akranesi, skellti mér í útilegu á Varmaland sem endaði í bröns á Akranesi og fór á ættarmót á Húnavöllum. Ég fór líka í fótsnyrtingu og svo beint í Esjugöngu. Hápunkturinn Belle og Sebastian-tónleikar á NASA.

Ágúst: ÁPB átti afmæli og ég labbaði Úlfarsfell með Húbbu og dönskum vinkonum hennar. Um verslunarmannahelgina fórum við Húbba með þær í útilegu á Flúðir og lentu á svaka balli á Útlaganum. Gamli kórinn minn hittist í safnaðarheimili Vídalínskirkju eftir mikið plan og bollaleggingar. Fór á Gay Pride-ball og í Bláa lónið með Húbbu. Íslensku skvískuhittingur var á Rossopomodoro og við vorum viðstödd skírn Daníels Árna.

September: Fórum í jeppatúr á Suðurnes og sáum ásamt Bíódögum Börn í bíó. Skipulagði kóræfingar fyrir gamla kórinn í Flataskóla.

Október: Söng Carmina Burana á tónleikum, vann myrkranna á milli við gerð Festival TV sem sýnt var á Iceland Film Festival, lagði á flótta, fór í útskrift í Keflavík og sá Fögnuð í Þjóðleikhúsinu.

Nóvember: Sótti Hugvísindaþing og tók þátt í dagskrá á 60 ára afmælishátíð Mímis. Sá svo Stórfenglega í Þjóðleikhúsinu.

Desember: Jólahlaðborð með Tinu Turner-sjóvi á Broadway. Ég söng á einum jólatónleikum í Langholtskirkju og borgaði mig inn á aðra. Varð viðstödd skírn Lilju Natalie og tók þátt í friðargöngunni. Milli jóla og nýárs var svo spilað út í hið óendanlega.

Mjög sátt við árið sem leið og vona að árið 2007 verði jafnfarsælt – og ég fari að minnsta kosti jafnoft í leikhús!! 🙂

Eitt svar til “165. Uppgjör ársins 2006”

  1. Emma janúar 13, 2007 kl. 16:34 #

    váááá.. æðislegt ár.. það verður erfitt að toppa þetta held ég! ég vona nú samt að 2007 verði alla vega jafn gott ef ekki betra!
    knús frá Ameríkunni..

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: