199. Af nafninu skuluð þér dæma þá

29 Ágú

Ég pæli mjög mikið í nöfnum. Það mætti jafnvel segja að þau séu sérstakt áhugamál hjá mér. Þrátt fyrir að ég þykist víðsýn og kalli ekki allt ömmu mína þegar kemur að skrítnum samsetningum og klúðurnefnum sem tröllríða samfélaginu get ég ekki annað en stoppað við þegar ég heyri sykursæt tvínefni. Ég ímynda mér alltaf litlar sætar stelpur með spékoppa og lokka sem hvirflast um höfuðið þegar ég heyri nöfn á borð við Anastasía Anja eða Sandra Ísabella og litla drengi með skipt til hliðar og himinblá augu þegar nöfn eins og Tristan Karel eða Mána Snæ ber á góma.
Er ekki einhver fróður um nöfn og hvaða áhrif þau hafa á persónuleika fólks? Hlýtur að reynast erfitt að fóta sig með svakalega sætt nafn í hörðum bissness eða í undirheimum. Gabríel Glói vasaþjófur? – hljómar eins og í teiknimynd…
Íris París ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins?
Aríel Þúfa  fréttamaður?

Nei, maður spyr sig…

Auglýsingar

3 svör to “199. Af nafninu skuluð þér dæma þá”

 1. Fanný september 2, 2007 kl. 21:41 #

  Ég hef einmitt velt fyrir mér hvort Hugleikur Dagsson hefði getað orðið nokkuð annað en skáld berandi þetta nafn!?

 2. Hilla september 3, 2007 kl. 12:18 #

  Já ég velti þessu líka stundum fyrir mér. Eins og til dæmis hvaða hentar dreng að nafni Júlí Mosi að gera sem fullorðin einstaklingur?

  Annars held ég að nöfn hætti að vera sæt, krúttlega eða einkennileg þegar maður þekki einstaklingana sem bera þau, nafnið er einfaldlega hluti af einstaklingum. Ég man til dæmis þá tíð sem mér fannst nafnið Ásgeir það skrítnasta sem ég hafði heyrt og ekki sæmandi öðrum en afdala bóndum og gömlum körlum að heita. Ég hef skipt um skoðun í dag!

 3. Eyrún september 3, 2007 kl. 13:36 #

  Hahahah góður punktur, Hilla!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: