214. Fyrir bókaorma eins og mig

28 Nóv

1: Harðspjalda eða kilja, og hvers vegna?
Kiljur kaupi ég frekar því þær eru girnilegar og virðast einhvern veginn fljótlesnari 🙂 Harðspjaldabækur vilja láta taka sig alvarlega.

2: Ef ég ætti bókabúð, myndi ég kalla hana…
Bókabéus, og ég myndi sérhæfa mig í ævintýra- og skáldsögum.

3: Uppáhalds frasinn minn úr bók (nefnið titilinn einnig)
„Þar sem jökulinn ber við loft hættir landið að vera jarðneskt, en jörðin fær hlutdeild í himninum, þar búa ekki framar neinar sorgir og þessvegna er gleðin ekki nauðsynleg, þar ríkir fegurðin ein, ofar hverri kröfu.“
(Fegurð himinsins. 1. kafli. – Heimsljós eftir Halldór Laxness)

4: Höfundurinn (lifandi eða dauður) sem ég vildi helst borða hádegismat…
Valið stendur á milli Roald Dahl sem myndi segja mér einhverja kaldhæðnislega sögu með óvæntum endi eða Astrid Lindgren sem ég myndi spyrja út í Bróður minn Ljónshjarta og Elsku Míó minn.

5: Ef ég væri að fara á eyðieyju og mætti bara taka með mér eina bók, væri það
Sjálfstætt fólk eftir Halldór Laxness og ef ekki hún, þá Wuthering Heights eftir Charlotte Bronte.

6: Það væri frábært ef einhver fyndi upp svona bókatæki sem myndi…
vera hægt að tylla þannig að maður missi ekki bókina ofan á andlitið þegar maður er alveg að sofna í rúminu á kvöldin. Nei, ég tala ekki af reynslu…

7: Lyktin af gamalli bók minnir mig á…
þegar ég las Dísu ljósálf og Alfinn álfakóng með ömmu þegar ég var lítil.

8: Ef ég gæti verið aðalhetjan í bók (nefnið titilinn) væri ég…
klárlega Súsanna í bókunum um Narníu. Væri kannski líka gaman að vera Dumbledore í Harry Potter-bókunum eða Heathcliff í Wuthering Heights.

9: Ofmetnasta bók allra tíma er…
bók sem ég er nýbúin að lesa, The Great Gatsby. Einu orði sagt – LEIÐINLEG. Varð að komast að því hvað var svona frábært við hana (hún er t.d. lesin í ensku í framhaldsskólum). Fegin að ég þurfti ekki að gera það.

10: Ég þoli ekki þegar bækur…
fylgja formúlu og maður veit algjörlega hvað gerist næst. Sumar eru samt þannig að maður heldur að maður viti hvernig framhaldið verður en svo gerist eitthvað óvænt. Það eru velútpældar bækur.

Allir að setja þetta á bloggið hjá sér og svara þessum spurningum!

bookshelf.jpg

Auglýsingar

2 svör to “214. Fyrir bókaorma eins og mig”

  1. Þóra nóvember 29, 2007 kl. 17:04 #

    Gæti ekki verið meira sammála í lið 3.

  2. Hilla desember 3, 2007 kl. 08:55 #

    Heyrðu ég fór að hugsa um mín svör við þessum spurningum þegar ég las í gegnum listann. Ég get svo svarið það að ég gæti ekki svarað öllum þessum spurningum! Held ég láti þetta bara bíða!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: