Sarpur | desember, 2007

235. Undir lok árs 2007

30 Des

Horfið á þetta.

234. Jólalag dagsins – 3 dagar til jóla

21 Des

21. jólalag
Það aldin út er sprungið (Þýskur höf. ók. / Matthías Jochumsson)

– kirkjulegast af öllum jólalögum
… textinn vafðist fyrir mér þegar ég var yngri, eins og örugglega mörgum.
Frekar skrítið að ímynda sér Jesú sem epli eða mandarínu 😉

Það aldin út er sprungið
og ilmar sólu mót,
sem fyrr var fagurt sungið
af fríðri Jesse rót.
Og blómstrið það á þrótt
að veita vor og yndi
um vetrar miðja nótt.

Þú ljúfa liljurósin,
sem lífgar helið kalt
og kveikir kærleiksljósin
og krýnir lífið allt.
Ó, Guð og maður, greið
oss veg frá öllu illu
svo yfirvinnum deyð.

5934gospel-choir-of-angels-posters.jpg

233. Jólalag dagsins – 4 dagar til jóla

20 Des

Í dag ætla ég pínulítið að breyta út af vananum og birta tvo jólalagatexta. Ástæðan er sú að ég gat ómögulega gert upp við mig hvor mér fannst betri.
Laddi á bæði jólalög dagsins, annars vegar sem Þórður húsvörður og hins vegar sem Glámur.

20. jólalag/-lög
Út með jólaköttinn (Þórður húsvörður og Bryndís)
– úr Stundinni okkar. Textinn er óborganlegur eins og Þórður sjálfur –

Út með köttinn
kvikindið er loðið eins og ljón
út með jólaköttinn
hann hefur unnið heljarmikið tjón.
(já,svona farðu nú að koma þér út, sjá þetta kvikindi, með
hnakk og beisli…)

Út með köttinn
hann er búinn að drekka seinna kaffið mitt
út með jólaköttinn
hann er búinn að borða bjútíboxið þitt.
(sérðu þetta Bryndís? Ætlarðu ekki koma hérna og hjálpa
mér… og taktu þarna Hurðastúf eða hvað hann nú heitir,
með þér)

Út með köttinn
ég þoli ekki þetta skælda skinn
út með jólaköttinn
hann er búinn að éta besta kústinn minn.
(sjáið þið krakkar hvernig hann er búinn að fara með kústinn
minn!)

Út með köttinn
því hann á ekki lögheimili hér
út með jólaköttinn
hann er kominn inn í taugarnar á mér.
(jæja, þetta er nú alveg að koma! Ætlið þið ekki að hjálpa
okkur þarna Hurðastafur og Rassskellir…)

Út með köttinn
kvikindið er loðið eins og ljón
út með jólaköttinn
hann hefur unnið heljarmikið tjón.
(…þetta flón!)

64050big.jpg

Jóla hvað? (Glámur og Skrámur)
– þessa bræður þekkja allir og allir ættu líka að þekkja þessa texta og að mínu mati eru þeir mun betri heldur en venjulegir jólaballalagatextar… 🙂

Göngum við í hringi kringum herðatré
jólaherðatré, jólaherðatré
göngum við og herðum oss í kringum herðatré
sem Gerða gaf Herði í fyrra.

Svona gerum við er við sjóðum hangikjöt
tökum vaskaföt og stingum á þau göt
svona gerum við er við leigjum spariföt
sem afi er hættur að nota.

Nú skal segja, þér að þegja
þú skalt þegja og ekkert segja,
nú skal beygja og ykkur teygja
og svo fleygja ykkur allt í kring.

Gekk ég yfir sjó og sand og gekk svo inn í hjónaband
sagaði svo og smurði svo og hvað á ég að gera:
Þú skalt fá þér strigaskó, inniskó og Vaglaskóg
þú skalt fá þér gúmmískó og síðan fá þér kaskó!

Litlu andaraularnir
ætla út á haf, ætla út á haf
þeir þurfa að nota kúta annars sigla þeir í kaf,
þeir þurfa að nota kút’og kork annars sigla þeir í kaf.

Eitt bréf til Palla
og pakki til Kalla,
hristu bréfið, lestu pakkann
takk fyrir pakkann, takk.
Hálfa melónu,svekkta sítrónu
skyr og bjúga, rófuhrúga
takk fyrir matinn, takk.
(saltkjöt og baunir, þrjúþúsund kall!)

imageashx.png

232. Jólalag dagsins – 5 dagar til jóla

19 Des

19. jólalag
Ef ég nenni (Helgi Björnsson)
– hugsanlega undarlegasta jólalag fyrr og síðar,
og sigurvegari vondu-jólalagakeppninnar! –

Gimsteina og perlur, gullsveig um enni
sendi ég henni, ástinni minni.
Öll heimsins undur, ef ég þá nenni
færi ég henni, ástinni minni.

Lífsvatnið dýra úr lindinni góðu
færi ég henni, ef ég nenni.
Hestur í gullskóm hóflega fetar
heimsenda ratar, ef ég nenni.

Ég veit ég átti hér óskasteina
þá gef ég henni, ef hún vill fá mig
ég gæti allan heiminn ástinni minni
óðara gefið, ef hún vill sjá mig.

Ósköpin öll ég kaupi í snatri
koss fyrir lítið, ef ég nenni
fegurstu rósir af runnum þess liðna
rétti ég henni, ef ég nenni.

Aldrei framar neitt illt í heimi,
óttast þarf engillinn minn
því ég verð hér og vaki.

Skínandi hallir úr skýjum ég smíða
ekkert mig stöðvar, ef hún vill mig.
Dýrðlegri sælu dagarnir líða
umvafðir töfrum, ef hún vill mig.

Einhverja gjöf eflaust um jólin
ekki mjög dýra, sendi ég henni.
Ef ekkert skánar ástand í vösum
á ég þó kort að senda henni.

Ef ég get slegið einhvern
þá fær ástin mín gjöf frá mér.

whitetrashtreesmall.jpg

231. Jólalag dagsins – 6 dagar til jóla

18 Des

18. jólalag
God rest you merry gentlemen (lag og texti úr enskri þjóðlagahefð)
– eitt af hátíðlegri erlendu jólalögunum –

God rest ye merry, gentlemen, let nothing you dismay,
Remember Christ our Savior was born on Christmas Day;
To save us all from Satan’s power when we were gone astray.

O tidings of comfort and joy, comfort and joy;
O tidings of comfort and joy.

In Bethlehem, in Israel, this blessèd Babe was born,
And laid within a manger upon this blessèd morn;
The which His mother Mary did nothing take in scorn.

From God our heavenly Father a blessèd angel came;
And unto certain shepherds brought tidings of the same;
How that in Bethlehem was born the Son of God by name.

“Fear not, then,” said the angel, “Let nothing you afright
This day is born a Savior of a pure Virgin bright,
To free all those who trust in Him from Satan’s power and might.”

The shepherds at those tidings rejoiced much in mind,
And left their flocks a-feeding in tempest, storm and wind,
And went to Bethl’em straightaway this blessèd Babe to find.

But when to Bethlehem they came where our dear Savior lay,
They found Him in a manger where oxen feed on hay;
His mother Mary kneeling unto the Lord did pray.

Now to the Lord sing praises all you within this place,
And with true love and brotherhood each other now embrace;
This holy tide of Christmas all others doth deface.

God bless the ruler of this house, and send him long to reign,
And many a merry Christmas may live to see again;
Among your friends and kindred that live both far and near—

That God send you a happy new year, happy new year,
And God send you a happy new year.

god-rest-you-merry-gentlemen.jpg

230. Jólalag dagsins – 7 dagar til jóla

17 Des

17. jólalag
Skín í rauðar skotthúfur
– skemmtilegt barnajólalag, minnir mig á Skólakór Kársness –

Skín í rauðar skotthúfur
skuggalangan daginn,
jólasveinar sækja að
sjást um allan bæinn.
Ljúf í geði leika sér
lítil börn í desember,
inn’ í frið og ró, úti í frosti og snjó
því að brátt koma björtu jólin
bráðum koma jólin.

Uppi á lofti, inni í skáp
eru jólapakkar.
Titra öll af tilhlökkun
tindilfættir krakkar.
Komi jólakötturinn
kemst hann ekki í bæinn inn,
inni í friði og ró, úti í frosti og snjó
því að brátt koma björtu jólin
bráðum koma jólin.

Stjörnur sindra stillt um nótt
stafa geislum björtum.
Norðurljósin loga skær
leika á himni svörtum.
Jólahátíð höldum vér
hýr og glöð í desember
þó að feyki snjó þá í friði og ró
við höldum heilög jólin,
heilög blessuð jólin.

playing2.png

229. Jólalag dagsins – 8 dagar til jóla

17 Des

16. jólalag
Jól (lag og texti: Jórunn Viðar/ Stefán frá Hvítadal)
– mitt uppáhalds uppáhald; gæsahúð, barnakóraminningar
og lagið sem ég tengi mín jól alltaf við –

I.

Þau lýsa fegurst,
er lækkar sól,
í blámaheiði
mín bernsku jól.

Er hneig að jólum,
mitt hjarta brann.
Í dásemd nýrri
hver dagur rann.

En ugg á stundum
mig yfir brá.
Og von á mörgu
ég vissi þá.

Því jólasveinar
úr jöklageim
trítluðu um fjöllin
og tíndust heim.

Ég aldrei sjálfur
þau undur leit,
hann Kertasníki
og kveldsins sveit.

Ég man sá lýður
í myrkri ólst.
Og jólakötturinn
jafnan fólst.

II.

Það lækkaði stöðugt
á lofti sól.
Þau brostu í nálægð
mín bernskujól.

Og sífellt styttist
við sérhvern dag.
Og húsið fylltist
af helgibrag.

Hann leið um hugann,
sá ljúfi blær.
Og laust var sofið.
Þau liðu nær.

Hve allt var dýrðlegt
við annan brag,
á Þorláksmessu,
þann þráða dag.

Um bekki var strokið
og brík og hólf.
Og hirzlur þvegnar
og húsagólf.

Og allt hið gamla
var endurfætt.
Og ilmur í göngum
frá eldhúsgætt.

Ég reikaði um bæinn,
er rökkur fól.
Ég man þá hrifning:
Á morgun jól!

III.

Ó blessuð jólin,
hver bið mér sveið.
Í klæðunum nýju
ég kveldsins beið.

Það skyggði aldrei,
hvert skot var ljóst.
Ég fylltist gleði,
er fólkið bjóst.

Að sjöttu stundu
um síðir dró.
Kveldið var heilagt,
er klukkan sló.

Þá hljóðnaði fólkið.
Ég heyrði og fann,
að ljóssins englar
þá liðu í rann.

IV.

Ég þokaðist burtu,
ég þoldi ei bið,
og kistuna gömlu
ég kraup nú við.

Hún húkti þar frammi
sem hrörnað skar,
ein heimsins dýrasta
hirzla var.

Hún mamma fól þar
sinn mikla auð:
ljómandi kerti
og laufabrauð.

Og lífið var sæla
og lánið heilt,
er kistan var opnuð
og kertum deilt.

Og ljósin brunnu
svo ljómarík,
frá rúmi hverju,
á rekkjubrík.

V.

Og prúð var stundin
er pabbi tók
af hillunni ofan
þá helgu bók

og las með andakt
um lífsins sól,
um Herrans fæðing,
um heilög jól,

og lyfti mér barni
í ljómann þann,
er hirðingjaflokki
af hæðum brann.

VI.

Ó, blessuð jólin,
er barn ég var.
Ó, mörg er gleðin
að minnast þar.

Í gullnum ljóma,
hver gjöf mér skín.
En kærust vor mér
kertin mín.

Því lausnari heimsins
þeim ljóma gaf.
Þau fegurst lýstu,
er fólkið svaf.

Þau kerti brunnu
svo bjart og rótt
í Jesú nafni
um jólanótt.

VII.

Ó, láttu, Kristur,
þá laun sín fá,
er ljós þín kveiktu,
er lýstu þá.

Ég sé þær sólir,
mín sál er klökk
af helgri hrifning
og hjartans þökk.

Lýstu þeim héðan
er lokast brá,
heilaga Guðsmóðir,
himnum frá.

kerti1.gif

228. Jólalag dagsins – 9 dagar til jóla

17 Des

15. jólalag
Hátíð í bæ (lag og texti: R. Smith/F. Bernhard/ Ólafur Gaukur)
– eitt af umdeildari jólalögunum vegna ákveðinnar vísunar í kynjamismun –

Ljósadýrð loftin gyllir
lítið hús yndi fyllir
og hugurinn heimleiðis leitar því æ
man ég þá er hátíð var í bæ.

Ungan dreng ljósin laða,
litla snót geislum baða.
Ég man það svo lengi sem lifað ég fæ
lífið þá er hátíð var í bæ.

Hann fékk bók, en hún fékk nál og tvinna,
hönd í hönd þau leiddust kát og rjóð.
Sælli börn nú sjaldgæft er að finna
ég syng um þau mitt allra besta ljóð.

Söngur dvín svefninn hvetur,
systkin tvö ei geta betur
en sofna hjá mömmu, ég man þetta æ
lífið þá er hátíð var í bæ.

227. Jólalag dagsins – 10 dagar til jóla

14 Des

14. jólalag
Fögur er foldin (eftir Matthías Jochumsson)
– fyrir alla þá sem hafa sungið þetta „jólalag“ í kór
og aldrei skilið jólalegheitin við það –

 

Fögur er foldin,
heiður er Guðs himinn,
indæl pílagríms ævigöng.
Fram, fram um víða
veröld og gistum
í Paradís með sigursöng.

Kynslóðir koma,
kynslóðir fara,
allar sömu ævigöng.
Gleymist þó aldrei
eilífa lagið
við pílagrímsins gleðisöng.

Fjárhirðum fluttu
fyrst þann söng Guðs englar,
unaðssöng , er aldrei þver:
Friður á foldu,
fagna þú, maður,
frelsari heimsins fæddur er.

haba-nativity-set-3100-598.jpg

226. Jólalag dagsins – 11 dagar til jóla

13 Des

13. jólalag
Gleði- og friðarjól (Pálmi Gunnarsson)
– hver man ekki eftir þessari snilld?

Út með illsku og hatur, inn með gleði og frið,
taktu á móti jólunum með drottin þér við hlið.
Víða er hart í heimi, horfin friðarsól,
það geta ekki allir haldið gleði- og friðarjól.

Mundu að þakka guði gjafir, frelsi og frið,
þrautir, raunir náungans víst koma okkur við.
Bráðum klukkur klingja, kalla heims um ból,
vonandi þær hringja flestum gleði- og friðarjól.

Biðjum fyrir öllum þeim sem eiga bágt og þjást
víða mætti vera meir’ um kærleika og ást.

Bráðum koma jólin, bíða gjafirnar
út um allar byggðir verða boðnar kræsingar.
En gleymum ekki guði, hann son sinn okkur fól.
Gleymum ekki að þakka fyrir gleði- og friðarjól.

merry-xmas_02a.jpg