221. Jólalag dagsins – 16 dagar til jóla

10 Des

8. jólalag
Hin fyrstu jól
(lag og texti: Ingibjörg Þorbergs/Kristján frá Djúpalæk)


Það dimmir og hljóðnar í Davíðsborg
í dvala sig strætin þagga
í bæn hlýtur svölun brotleg sál
frá brunni himneskra dagga
öll jörðin er sveipuð jólasnjó
og jatan er ungbarnsvagga.

Og stjarna skín gegn um skýjahjúp
með skærum lýsandi bjarma
og inn í fjárhúsið birtan berst
og barnið réttir út arma
en móðirin sælasti svanni heims
hún sefur með bros um hvarma

Og hjarðmaður birtist, um húsið allt
ber höfga reykelsisangan
í huga flytur hann himni þökk
og hjalar við reifastrangann
svo gerir hann krossmark, krýpur fram
og kyssir barnið á vangann.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: