233. Jólalag dagsins – 4 dagar til jóla

20 Des

Í dag ætla ég pínulítið að breyta út af vananum og birta tvo jólalagatexta. Ástæðan er sú að ég gat ómögulega gert upp við mig hvor mér fannst betri.
Laddi á bæði jólalög dagsins, annars vegar sem Þórður húsvörður og hins vegar sem Glámur.

20. jólalag/-lög
Út með jólaköttinn (Þórður húsvörður og Bryndís)
– úr Stundinni okkar. Textinn er óborganlegur eins og Þórður sjálfur –

Út með köttinn
kvikindið er loðið eins og ljón
út með jólaköttinn
hann hefur unnið heljarmikið tjón.
(já,svona farðu nú að koma þér út, sjá þetta kvikindi, með
hnakk og beisli…)

Út með köttinn
hann er búinn að drekka seinna kaffið mitt
út með jólaköttinn
hann er búinn að borða bjútíboxið þitt.
(sérðu þetta Bryndís? Ætlarðu ekki koma hérna og hjálpa
mér… og taktu þarna Hurðastúf eða hvað hann nú heitir,
með þér)

Út með köttinn
ég þoli ekki þetta skælda skinn
út með jólaköttinn
hann er búinn að éta besta kústinn minn.
(sjáið þið krakkar hvernig hann er búinn að fara með kústinn
minn!)

Út með köttinn
því hann á ekki lögheimili hér
út með jólaköttinn
hann er kominn inn í taugarnar á mér.
(jæja, þetta er nú alveg að koma! Ætlið þið ekki að hjálpa
okkur þarna Hurðastafur og Rassskellir…)

Út með köttinn
kvikindið er loðið eins og ljón
út með jólaköttinn
hann hefur unnið heljarmikið tjón.
(…þetta flón!)

64050big.jpg

Jóla hvað? (Glámur og Skrámur)
– þessa bræður þekkja allir og allir ættu líka að þekkja þessa texta og að mínu mati eru þeir mun betri heldur en venjulegir jólaballalagatextar… 🙂

Göngum við í hringi kringum herðatré
jólaherðatré, jólaherðatré
göngum við og herðum oss í kringum herðatré
sem Gerða gaf Herði í fyrra.

Svona gerum við er við sjóðum hangikjöt
tökum vaskaföt og stingum á þau göt
svona gerum við er við leigjum spariföt
sem afi er hættur að nota.

Nú skal segja, þér að þegja
þú skalt þegja og ekkert segja,
nú skal beygja og ykkur teygja
og svo fleygja ykkur allt í kring.

Gekk ég yfir sjó og sand og gekk svo inn í hjónaband
sagaði svo og smurði svo og hvað á ég að gera:
Þú skalt fá þér strigaskó, inniskó og Vaglaskóg
þú skalt fá þér gúmmískó og síðan fá þér kaskó!

Litlu andaraularnir
ætla út á haf, ætla út á haf
þeir þurfa að nota kúta annars sigla þeir í kaf,
þeir þurfa að nota kút’og kork annars sigla þeir í kaf.

Eitt bréf til Palla
og pakki til Kalla,
hristu bréfið, lestu pakkann
takk fyrir pakkann, takk.
Hálfa melónu,svekkta sítrónu
skyr og bjúga, rófuhrúga
takk fyrir matinn, takk.
(saltkjöt og baunir, þrjúþúsund kall!)

imageashx.png

Auglýsingar

Eitt svar to “233. Jólalag dagsins – 4 dagar til jóla”

  1. Hlíf desember 21, 2007 kl. 01:20 #

    Mér finnst seinni textinn betri:)
    Kannski bara af því að ég þekki hann miklu betur en hinn!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: