Sarpur | febrúar, 2008

242. Hvað hefurðu svo sem annað að gera um helgina?

29 Feb

Ákvað að misnota aðstöðu mína svolítið hér á blogginu og auglýsa verkefnið Á flótta sem Ungmennadeild Reykjavíkurdeildar Rauða kross Íslands stendur að (og ég er í forsvari fyrir, sem stendur)…

Í hlutverkaleiknum Á flótta fá þátttakendur að kynnast því á eigin skinni hvernig það er að vera flóttamaður.
Leikurinn stendur í 24 tíma og á þeim tíma upplifir maður rússíbanareið þeirra tilfinninga sem flóttamenn upplifa og þeir flóttamenn sem hafa tekið þátt í leiknum hafa tjáð okkur að leikurinn sé sláandi líkur þessari lífsreynslu eins og hún er í raun og veru!!

Næsti leikur er núna um helgina 1.-2. mars á Kjalarnesi og hætt er að skrá þátttakendur í hann. En næsti leikur þar á eftir er á Akureyri síðustu helgina í mars, 29.-30. mars.

Um að gera að hafa samband og skrá sig… fullkomin leið til að skemmta sér yfir helgi og fræðast um leið um samfélagsleg málefni á hátt sem ekki er hægt að kalla fram á fyrirlestrum eða með lestri bóka!!

241. Glóðheitar Eurovision-fréttir!

22 Feb

Það styttist óðum í Eurovision í Belgrad 2008.
Í ár er fyrirkomulagið þannig að undanúrslitin eru á tveimur kvöldum og úrslitin á því þriðja.
Dagsetningarnar eru 20. og 22. maí fyrir undanúrslit og 24. maí fyrir úrslitin!
Taka þessi kvöld frá…

Á biblíu Júró-aðdáenda er hægt að finna upplýsingar um hvernig löndunum er raðað á kvöldin.

1. undanúrslit:
Svartfjallaland, Finnland, Grikkland, Írland, Ísrael, Pólland, Bosnía Hersegóvína, Eistland, Holland, Rúmenía, Móldavía, San Marínó (sem keppir í fyrsta skipti), Slóvenía, Noregur, Belgía, Andorra, Armenía, Azerbaijan (líka í fyrsta sinn) og Rússland.

Þetta þýðir að Íslendingar eru á 2. undanúrslitakvöldinu þann 22. maí.
Með okkur verða: Króatía, frændur okkar Danir, Búlgaría, Portúgal, Úkraína, Sviss, Makedónía, Kýpur, Lettland, Hvíta-Rússland, Ungverjaland, Albanía, Svíþjóð, Tyrkland, Litháen, Georgía, Tékkland og Malta.

Úr þessum tveimur undanúrslitum verða valin 25 lög til að halda áfram í úrslitin.
Þetta þýðir að sjálfsögðu að aðeins 5 lönd eru sjálfkrafa komin áfram í úrslitin…
og hver ætli þau séu önnur en þau lönd sem eru í áskrift/borga mest til keppninnar?
Frakkland, England, Spánn og Þýskaland. Jú og Serbía, af því hún vann í fyrra…

Þetta verður spennó!
Nánari umfjöllun um lögin þegar nær dregur, enn hafa aðeins 14 af 43 löndum valið fulltrúa í keppnina!

240. Kinda kúl

21 Feb

Þetta finnst mér ein besta hugmynd sem ég hef heyrt lengi!
Búið að redda afmælis- og jólagjöfum þetta árið 🙂

Hvað segiði þið? Ekki vera kindarleg, fáum okkur kind!

239. Að láta sér detta það í hug!

4 Feb

Þann 23. febrúar fer ég á tónleika að sjá þessa fíra á sviði sem kenna sig við þursa

78article.jpg

Þeir gáfu m.a. út þessar plötur

imageashx.png og image1ashx.png

… eru víst að koma saman í tilefni af 30 ára afmæli sínu og verður svaka stuð, spila með Caput-hópnum og ég veit ekki hvað!

En…

á sama tíma verður þetta í sjónvarpinu

songvakeppni2008ny.jpg

þ.e.a.s. lokakeppnin – þar sem framlag okkar í þessa keppni

esccolourlogobelgrade_sm.gif

verður valið!

Ég er eitt mesta júróvisjón-nörd (já, það er hk.orð!) sem ég þekki.
Hvað var ég að hugsa?