239. Að láta sér detta það í hug!

4 Feb

Þann 23. febrúar fer ég á tónleika að sjá þessa fíra á sviði sem kenna sig við þursa

78article.jpg

Þeir gáfu m.a. út þessar plötur

imageashx.png og image1ashx.png

… eru víst að koma saman í tilefni af 30 ára afmæli sínu og verður svaka stuð, spila með Caput-hópnum og ég veit ekki hvað!

En…

á sama tíma verður þetta í sjónvarpinu

songvakeppni2008ny.jpg

þ.e.a.s. lokakeppnin – þar sem framlag okkar í þessa keppni

esccolourlogobelgrade_sm.gif

verður valið!

Ég er eitt mesta júróvisjón-nörd (já, það er hk.orð!) sem ég þekki.
Hvað var ég að hugsa?

5 svör til “239. Að láta sér detta það í hug!”

 1. Diljá febrúar 4, 2008 kl. 11:44 #

  Eyrún, Eyrún mér sýnist þú vera komin í klemmu 😉

 2. Hilla febrúar 4, 2008 kl. 17:41 #

  Sko ég skil bara ekkert hvað þú varst að hugsa! Hvernig á ég að halda Eurovision partý án þín? Ég verð í öllu falli að finna einhvern jafn mikin júróvísjon nörd og okkur til að standa með mér í þessu!

 3. Erla J febrúar 5, 2008 kl. 01:06 #

  Æ,æ,æ!

  Hugsaðu bara að þessir tónleikar verða ekki endursýndir daginn eftir og ekki hægt að taka þá upp. A.m.k. ekki upplifun þín á þeim. Væri alveg til í að fara á þessa tónleika og horfa á undankeppnina en verð því miður upptekin. Þú heldur bara míní júróvisíon partý daginn eftir. Og svona meðan ég man þá þekki ég meira júróvisíon-nörd en þig.

  Erla.

 4. Eyrún febrúar 5, 2008 kl. 09:15 #

  Vei, takk fyrir uppbyggilegheitin Erla! 😉 Færslan var nú meira sett fram í kaldhæðni því að ég hlakka virkilega til að sjá Þursaflokkinn!! Það er nú samt gott að vita að manns verður saknað í júró-partíinu! Ég kem bara beint eftir tónleikana Hilla 🙂

 5. Hlíf febrúar 17, 2008 kl. 12:48 #

  Ég er líka júróvisjón nörd… og ég ætla í leikhús þann 23. Það segir ýmislegt um það hvað þetta eru leiðinlegir þættir….

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: