243. Fyrsta yfirferð yfir Evróvisjón í Belgrad 2008

12 Mar

Langar að feta í fótspor Hillu sem hefur alltaf verið svo dugleg fyrir hverja Evróvisjón-keppni að taka út hvert lag fyrir sig.
Hér með hefst því yfirferðin yfir þau lönd sem hafa valið sinn fulltrúa til að keppa í Belgrad í vor. Löndin eru í stafrófsröð.

Albanía
Flytjandi: Olta Boka
Titill lags: Zemren e lame peng

Það er alveg klárt mál að nú eru slavneskar ballöður „inn“ eftir sigur ballöðunnar serbnesku Molitva í fyrra. Albanía ríður á vaðið með ágætlega sterkt lag Zemren e lame peng (ísl. Við veðjum hjartanu) sem er ekkert alltof slavneskt heldur líka pínu rokkað. Söngkonan er frekar flöt (þó fullklædd í myndbandinu sem er tilbreyting) en á þó góða spretti inn á milli. Yfirraddir í millikafla eru alltof sterkar. Í miðju lagi er skipt um takt sem gerir það svolítið sérstakt. Lagið sjálft vinnur á, tungumálið er ákaflega fallegt en ég er ansi hrædd um að það týnist innan um önnur svipuð lög. Albanía keppir í sama undanriðli og Ísland, hinum síðari þann 22. maí.

Andorra
Flytjandi: Gisela
Titill lags: Casanova

Litla Andorra gekk ágætlega í fyrra og komst upp úr undanúrslitum með poppað boj-band, Anonymous, sem söng um umhverfisvernd. Núna reynir platínupoppsöngkonan Gisela fyrir sér með ofur ABBA/S Club 7- smellinn Casanova. Melódían er mjög einföld popplína og í rauninni ekki mikið meira um það að segja nema að textinn samanstendur að mestu af „Casanova“, „boom boom boom“ og öðru sígildu og innhaldsríku popporðalagi sem einkennir mjög oft Evróvisjón. Þetta gæti komist allt eins komist langt. Andorra keppir í fyrri undanriðlinum 20.maí.

Armenía
Flytjandi: Sirusho
Titill lags: Qele Qele

Armenska poppsöngkonan Sirusho flytur lagið Qele Qele (ísl. Áfram áfram) á ensku og armensku. Hin 19 ára gamla söngkona semur textann við lagið sjálf en hún var kynnir Armena í keppninni í fyrra. Hún er víst stórt númer í Norður-Ameríku en hún ólst upp í Kanada. Lagið er etnískt; smá Ruslönu-taktur, slavnesk raddbeiting og panflötur = góð blanda! Flott lag og líklegt til vinsælda. Keppir á fyrra undankvöldinu 20. maí.

Azerbaijan
Flytjandi: Elnur
Titill lags: Day After Day

Rokklag frá Azerbaijan sem þreytir frumraun sína í Evróvisjón. Myndbandið er í engla/djöflaþema og mikið er um rokksöng í falsettu sem virðist þó ekki vera neitt alltof öruggur. Það er greinilega töff í Azerbaijan að vera með litalinsur!
Framlagið gæti náttúrulega slegið í gegn því að undanfarið hafa hin nýju austur-evrópsku lönd öll komist flest öll komist upp úr undankeppninni á svona „samúðar/velkomin í keppnina“-atkvæðum. Persónulega finnst mér lítið varið í þetta en þeir í Elnur ætla sér greinilega alla leið ef marka má búninga og sviðsumgjörð í myndbandinu. Keppir 20. maí.

Belgía
Flytjandi: Ishtar
Titill lags: O Julissi Na Jalini

Belgar eru frumlegir í ár (!) og reyna sama hlutinn og árið 2003 þegar þeir tefldu fram söngflokki sem söng lagið Sanomi á bullmáli. Lagið lenti í öðru sæti þá og því ekki að reyna sömu formúluna núna? Lagið O Julissi Na Jalini er hreint bull, dálítið gamaldags og minnir ansi mikið á lagið Y Así sem Austurríki flutti 2005 (munið með jóðlið og spænskuna?). Ansi hresst og klárlega eitt af mínum uppáhalds, vel sungið og skemmtileg pæling, þó að ég búist nú ekki við að það komist langt. Belgía keppir 20. maí.

Bosnía Hersegóvína
Flytjandi: Laka
Titill lags: Pokusaj

Myndbandið er stórundarlegt, flytjendur eins og sveitaleikhús – með lifandi hænu og menn að slá með orfi! Lagið fríkað og allt eiginlega sungið einradda sem gerir það pínu barnalegt. Sennilega má þakka dragdrottningunni úkraínsku síðan í fyrra fyrir það að keppnin í ár einkennist af mjög mörgum virkilega fríkuðum atriðum. Má lofa því að þetta verður spes á sviðinu í Belgrad. Veit ekki hversu vel því á eftir að ganga, engin leið að segja til um það. Keppir 20. maí.

Bretland
Flytjandi: Andy Abraham
Titill lags: Even If

Bretar eru ein af fjórum þjóðum sem greiða hvað mest í keppninni og eru því sjálfkrafa með fulltrúa í aðalkeppninni 24. maí. Breta hefur einkennt gífurlegt metnaðarleysi gagnvart Evróvisjón og hafa þeir margoft sent rusllög og keppendur (skemmst að minnast Scooch með Flying a Flag í fyrra!!!) Nú flytur blökkumaðurinn Andy Abraham eigið lag og texta sem er nokkurs konar up-beat soul lag, minnir á M-People og fleiri. Allt í lagi lag en mér finnst það dálítið litlaust og endurunnið úr gömlu.

Búlgaría
Flytjandi: Deep Zone Project & DJ Balthazar
Titill lags: DJ take me away

Mjög týpískt klúbbateknó brotið upp af lítilli ska-laglínu sem sungin er af kvenrödd. Finnst þetta mjög fyndið því að þeir Búlgarir sem ég þekki fíla akkúrat svona tónlist (viðeigandi Evróvisjón-fulltrúi). Lagið sjálft er ágætt og talsvert grípandi, veit ekki alveg hvernig þetta kemur út á sviðinu í Belgrad þar sem þetta er mest allt tölvutónlist. Keppir um leið og við, 22. maí.

Danmörk
Flytjandi: Simon Mathew
Titill lags: All night long

Danir með dálítið Mika-lag í ár, hljómurinn a.m.k. mjög kunnuglegur. Lagið ekkert ákaflega sterkt, eiginlega sama línan allt lagið „All night long, celebrate good times, come on, all night long“. Söngvarinn er þó ágætur. Keppir um leið og við 22. maí en ég er ansi hrædd um að frændurnir fái ekki mörg atkvæði frá Íslendingum í ár… og þó. Sumt er einfaldlega ófrávíkjanlegt í tilverunni, eins og að Íslendingar kjósi Dani.

Eistland
Flytjandi: Kreisiiraadio
Titill lags: Leto Svet

Annað fríkað lag, nafn flytjandans segir nú eiginlega allt en þetta er víst þekkt grínkompaní þar eystra. Tveir miðaldra karlar í þéttari kantinum sem raula undir popptakti um sumarljós (Leto Svet á eistnesku) eða summer licht á þýsku en einnig er lagið flutt á finnsku og serbnesku (hugmyndinni frá Dr.Spock stolið?!). Á meðan hoppa léttklæddar stúlkur fyrir aftan þá með ýmsa leikmuni. Viðlagið er á þá leið: „Sumarljós er sumarljós, sumarljós er sumarljós“. Sumir aðeins fengið sér neðan í því við gerð textans eða hvað? Gæti samt slegið í gegn sem grínatriði, maður veit ekki. Olli fjaðrafoki í heimalandinu þar sem fólki fannst flytjendur líkja heldur mikið eftir Verku Serduchka (úkraínsku dragdrottningunni í fyrra). Gott grín engu að síður þó að lagið sé afleitt. Keppir 20. maí.

Auglýsingar

3 svör to “243. Fyrsta yfirferð yfir Evróvisjón í Belgrad 2008”

 1. Emma mars 12, 2008 kl. 14:05 #

  vá það er ekkert smá.. maður kemst alveg í Evróvísjón stuð við að lesa þetta.. Hlakka bara til að sjá keppnina í Maí!

 2. Hilla mars 12, 2008 kl. 14:59 #

  Lýst vel á þessa yfirferð hjá þér :o) Margt frólegt og skemmtielgt og ég held að ég sé nokkuð sammála þér í flestum atriðum! Sjáum hvort ég verð það ennþá þegar mín yfirferð hefst þegar nær dregur apríl!!!

 3. Anna mars 26, 2008 kl. 10:59 #

  Hæ rakst á síðuna þína af tilviljun… Sé að þú ert með Crohn´s (SVÆÐISgarnabólgu). Vona að ég rekist á þig á næsta fundi CCU samtakanna í apríl:)

  Kv. Anna
  (formaður ungliðahreyfingar ccu og meðstjórnandi samtakanna)

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: