267. Dagligdags – 2. hluti

10 Sep

Útsýnið út á Sundin blá getur verið fallegt út um vinnugluggann minn en undanfarið hefur rignt ansi mikið. Í góðu veðri eru litirnir í Esjunni mjög fallegir.

Nýjum vinnustað fylgir oft ný tækni. Þegar við fluttum var skipt um símkerfi. Ég sé um að færa símtöl þegar hringt er í beina númerið okkar. Það vafðist dálítið fyrir mér en svo skrifaði ég bara tossamiða 🙂

Svo sit ég hérna löngum stundum yfir vinnutölvunni. Vinni vinn…

P.S. Hvað finnst ykkur um áskorun bloggsins, þ.e. blogg með a.m.k. einni mynd á dag? Látið í ykkur heyra, annars nenni ég þessu ekki!


6 svör til “267. Dagligdags – 2. hluti”

 1. Rósa september 10, 2008 kl. 18:39 #

  Mér finnst þetta æði enda forvitin með meiru um líf annars fólks 🙂 Ég tók þátt í þessu, allavega í dag!

 2. Eyrún Ellý september 10, 2008 kl. 18:41 #

  Þú gerðir það með stakri prýði – ég ætla að reyna að halda þessu áfram…

 3. Helag september 11, 2008 kl. 08:22 #

  Mér finnst þú vera agalega sniðug og útsýnið hjá þér er voðalega fallegt.
  Ég sé barasta bílastæði og fjölbýlishús. Reyndar Sjómannaskólann líka – sem er ósköp fallegt hús.

 4. Diljá september 11, 2008 kl. 08:51 #

  mér finnst þetta mjög sniðugt, eins og ég sagði við þig!

 5. Hilla september 12, 2008 kl. 16:26 #

  Þetta er bráðgóð áskorun, ætla reyna að taka henni!

 6. Þóra september 14, 2008 kl. 23:07 #

  Jamm góð áskorun, ætli ég reyni ekki við einu sinni í viku allavega 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: