273. Dagligdags – 8. hluti

16 Sep

Afi minn er snillingur. Því miður heimsæki ég hann alltof sjaldan en þegar það gerist skemmtum við okkur alltaf konunglega. Hann er hafsjór af skemmtilegum sögum og fróðleik.

Áðan sagði hann mér t.d. frá því þegar hann var 8 ára og gekk á höndum yfir allan íþróttasalinn þrátt fyrir að hafa bara verið í koti en ekki pokabuxum eins og stóru strákarnir. Hann söng líka mikið og einu sinni söng hann svo hátt að langamma heyrði í honum alla leið niður í Fischersund en þau bjuggu á Stýrimannastíg.

Afi er líka algjör tækjakall. Ég var send að leita að hluta sem hann vantaði í talstöðvarloftnet. Eins og myndin ber með sér vantar hann þó alls ekki talsstöðvarnar…

Lóðin og húsið eru orðin vel gróin og einhvern veginn finnst mér þetta alltaf hafa verið þarna.

Auglýsingar

Eitt svar to “273. Dagligdags – 8. hluti”

  1. Helga september 17, 2008 kl. 08:25 #

    Afi þinn er snillingur og húsið hans er æði. Mér finnst einhvern veginn eins og tíminn standi kyrr þar inni, sérstaklega í betri stofunni.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: