278. Dagligdags – 12. hluti

22 Sep

Fór í mína fyrstu lýtaaðgerð núna rétt áðan (stefni nú sossum ekki á neinar fleiri, þannig að ekki búast við að bloggið mitt fari að snúast um það…)

Fór sum sé að láta taka blettinn á gagnauganum (sést á myndinni að ofan). Hann kom þegar ég var í MH, og hefur verið að stækka, dökkna og breyta um lögun; þ.e. klassískt dæmi um það að eitthvað sé að grassera sem ekki er fýsilegt…

Svona er ég þá núna. blettlaus, og má ekki fara í sund í 2 vikur …
– T V Æ R  V I K U R ??
Hvað á ég til bragðs að taka? Ji minn…
En eins og ég sagði við Rósu, þá er víst gott að láta tékka á sér áður en við grillumst í Ástralíu!

Auglýsingar

3 svör to “278. Dagligdags – 12. hluti”

 1. Helga september 22, 2008 kl. 20:02 #

  Gullið mitt. Ég er með ráð undir rifi hverju (af hverju „rifi“?). Farðu í sturtu og slepptu því að þurrka þér, getur jafnvel farið í sundbol upp á djókið. Settu púða á stofuborðið, leggstu það ofan á með bumbu á púða og taktu nokkur sundtök meðan þú ert enn blaut.
  Vittu til, þetta er næstum eins og að vera í sundi og ákaflega þokkafullt.
  Helga ráðagóða

 2. Helga september 22, 2008 kl. 20:03 #

  Gleymdi einu: Þú ert gordjöss, bæði blettótt og ekki blettótt. Fínar myndir af þér.

 3. Rósa september 23, 2008 kl. 00:43 #

  Eftir að þú talaðir við mig í dag um bletti fór ég að mæna á sjálfa mig í speglinum frammi í gangi frá öllum mögulegum sjónarhornum. Sem betur fer er meðleigjandinn ekki heima því ef hún hefði séð mig hefði hún líklega haldið að ég væri sturluð!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: