285. Dagligdags – 19. hluti

1 Okt

Kominn október og maður finnur alveg að veturinn er að koma… bara alveg rétt bráðum. Sá á Facebook að margir fyrir norðan vöknuðu við hvíta jörð… brrrr!

Bráðum verður þetta bara svona:

Ég sakna sumarsins nú þegar, loftsins og hitans og ilmsins í loftinu. Haustið er gott líka, ég viðurkenni það – litirnir á trjánum eru yndislegir og það er virkilega frískandi að fara út í kalt loftið á morgnana. Frískandi segi ég núna í byrjun október – verður orðið óþolandi í byrjun nóvember, gæti ég trúað!

Tvær sumarmyndir fyrir ykkur í lokin, dálítið draumkenndar þótt ég segi sjálf frá.

Langar mest til að leggjast út með teppi og góða bók og láta sólina baka mig. Í staðinn sit ég uppi í sófa, með trefil um hálsinn og heitt te. Kuldalegt, finnst ykkur?

Auglýsingar

2 svör to “285. Dagligdags – 19. hluti”

  1. Rósa október 2, 2008 kl. 06:55 #

    Æðisleg þarna „á kafi í grasi“ myndin

  2. Helga október 2, 2008 kl. 09:19 #

    Æ, það er orðið ansi kuldalegt. Fór út í morgun með lopahúfu og vettlinga. Af hverju verð ég alltaf jafn hissa á hverju hausti þegar það byrjar að kólna?

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: