293. Dagligdags – 26. hluti

13 Okt

Þið afsakið að ég skuli ekki hafa sett inn færslu hérna alla helgina, ég var mjög vant viðlátin. Það var flóttaleikur um helgina og á þeim helgum er maður varla viðræðuhæfur. Á sunnudagskvöldið þegar heim kom steinsofnuðum við hjúin kl. 20:00, alveg búin á því. Þá hafði ÁPB sofið í næstum klst. frá því á laugardagsmorgun…

Veðrið var eins og best verður á kosið og við vorum í nýju húsnæði á Kjalarnesinu sem reyndist ágætlega en greinilegt að huga verður að öðrum lausnum fyrir verkefnið líka.

Í þessum fyrrverandi sturtuklefa höfðum við aðsetur en þegar á reyndi gafst fólk upp á að sofa þarna. Þetta þótti minna of mikið á gasklefa…

Að mörgu leyti var þó eins og húsnæðið smellpassaði fyrir okkur og hópinn (ef til vill aðeins færri ef vel á að vera). Sumt þarna var eins og sniðið fyrir leikmuni í Á flótta.

Eftir leikinn keyrðum við í bæinn og gengum frá dótinu. Eftir það tók við barnaafmæli og matur hjá mömmu og pabba. Úff, hvað er erfitt að vera skemmtilegur þegar maður er dauðþreyttur!!

Auglýsingar

Eitt svar to “293. Dagligdags – 26. hluti”

  1. Rósa október 13, 2008 kl. 20:45 #

    Þúsund knús og kossar fyrir pakkann minn í dag elsku Eyrún mín… :o*

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: