294. Dagligdags – 27. hluti

13 Okt

Á laugardaginn skellti ég mér á ball ársins, hvorki meira né minna! Fórum fjórar saman stöllurnar (Bínurnar svokölluðu) á Kjólaball Heimilistóna í Iðnó. Við María brunuðum beint af Kjalarnesinu til Hillu og eftir að hafa klætt okkur upp í galakjóla (að sjálfsögðu) þutum við á ballið.

Ballið sjálft var æðislegt; hljómsveitin engu lík, félagsskapurinn framúrskarandi og svo var bara svo mikil stemming! Allir í húsinu kunnu textana við lögin þeirra og meira að segja sungu allir með nýju lögunum eins og ekkert væri!

(mynd frá Hillu)

Reyndar fengum við ekki uppáhaldslagið okkar sem óskalag, þrátt fyrir að hafa sungið það sjálfar á erlendri grundu, en það var verulega sátt Eyrún sem skrönglaðist heim í rúm eftir fjóra tíma af stanslausum dansi!

3 svör til “294. Dagligdags – 27. hluti”

  1. Rósa október 14, 2008 kl. 13:12 #

    Haha þú ert yndislega happy á svipinn þarna góða! Talandi um að brosa út að eyrum!

  2. Eyrún október 14, 2008 kl. 13:24 #

    hehe nákvæmlega – reyndar átti að sjást í hljómsveitina þarna fyrir aftan mig en flassið dreif víst ekki 🙂

  3. Hilla október 15, 2008 kl. 16:53 #

    Þetta var geggjað! Get ekki beðið eftir næsta balli og þá ætla ég sko að vera betur upplögð!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: