302. Dagligdags – 35. hluti

22 Okt

Í dag finnst mér ég vera dálítil hetja. Ég hef verið að vinna í lofthræðslunni minni undanfarið og hef náð býsna langt. Ég er afskaplega hrædd í djúpi vatni, veit ekki hvort hægt er að kalla það lofthræðslu (ég veit alveg að ég dett ekki í vatninu) en samt, finnst það mjög óþægilegt.

Ég fór sem sagt áðan með Helgu í Sundhöllina þar sem dýpsti hlutinn eru 4 metrar niður á botn (ég athugaði það). Þar hefur mér alltaf liðið illa og þótt ég láti mig hafa það að synda þar kíki ég aldrei niður. Áðan synti ég um og alveg niður á botn, snerti botninn með fótunum ooooog… hoppaði af litla pallinum á bakkanum ofan í og alveg niður á botn! Ji adrenalínsjokkið! Mjög erfitt en ég er þvílíkt stolt að hafa þorað þessu! Næst þegar ég fer verður þetta enn minna mál og að lokum eins og að drekka vatn! Og þá get ég sko bara sagt: Ástralía og Kóralrifið, hér kem ég!!!

Auglýsingar

5 svör to “302. Dagligdags – 35. hluti”

 1. Hilla október 22, 2008 kl. 22:03 #

  Þú ert hetja!

 2. Hlíf október 23, 2008 kl. 00:12 #

  Ég hef lengi ætlað að blogga um það hvað ég er lofthrædd í sundi!! Vissi ekki hvort ég væri ein um það (því að þetta meikar ekki alveg sens… maður getur ekkert dottið, eins og þú segir). Glæsilegt hjá þér. Ég þori ekki að synda niður á botn í svona djúpum laugum. Ekki lengur.

 3. Eyrún október 23, 2008 kl. 08:39 #

  Takk Hilla 😉

  Hlíf, ég myndi skella mér ef ég væri þú… ég er búin að læra það á þessu lofthræðsludæmi að því meira sem þú forðast hlutina, þeim mun hræðilegri verður tilhugsunin – og þá byggirðu upp einhverja hræðslu sem er tiltölulega auðvelt að komast yfir!

 4. Helga október 23, 2008 kl. 10:24 #

  Staðfesti hér með að Eyrún tók á þessari áskorun af mikilli fagmennsku, öryggi, ábyrgð og alkunnri fágun og flottheitum. Sjaldan séð glæsilegri lofthræðslupúka stökkva af fullum krafti oní 4 metra djúpa laugina.

  Og hún fór alveg niður á botn.

  Nokkrum sinnum!

 5. Erla J október 23, 2008 kl. 10:53 #

  Dugleg stelpa 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: