307. Dagligdags – 40. hluti

29 Okt

Lífið gengur svo sem sinn vanagang: vinna, borða, sofa. Engin lygi þar á ferð nema þegar ég drattast í sund. Sem er alltaf svo gott að ég skil ekki að ég skuli ekki gera þetta tvisvar á dag. Eins og ég hef sagt; þyldi húðin á mér og hárið það, myndi ég sennilega búa í sundlaug…

Svona er nú útsýnið hjá mér daglangt. Fallega og hraðvirka vinnutölvan mín sem er seigari en allt, síminn sem er enn með miðanum (sbr. 2. hluta) og myndin af ömmu sem mátti missa sín af myndaveggnum heima í forstofunni en ég tímdi ekki að láta fara. Núna horfi ég á hana á hverjum degi.

Varúð! Fyrstu ummerki jólanna má sjá heima hjá mér frá og með deginum í dag. Afi keypti handa mér jólastjörnu og sagðist hafa séð eftir því að hafa ekki gefið ömmu fleiri blóm á meðan hún lifði. Hann er nú ágætis karl. Svona þegar hann talar ekki of mikið um hægðatregðu 🙂

Auglýsingar

7 svör to “307. Dagligdags – 40. hluti”

 1. Rósa október 29, 2008 kl. 21:27 #

  Haha… æ en dásamlegt. Hló að þessu síðasta upphátt. Viltu senda mér dálítið af íslenskum snjó í poka, það er eitthvað sem ég væri alveg til í að hafa núna, allt á kafi í snjó.

 2. Eyrún Ellý október 29, 2008 kl. 21:30 #

  Tja… ekki mikið af snjónum hérna í Kópavoginum… en ég skal senda þér í kæliboxi um leið og hann berst!

 3. Emma október 30, 2008 kl. 09:04 #

  finnst þér ekki gaman að tala um hægðatregðu? ég trúi þér ekki.. sendu hann til mín 😀

 4. Fanný október 30, 2008 kl. 18:51 #

  Hvað er þetta með afa og að tala um hægðir? Minn er líka svona, hélt kannski að þetta væri út af því að ég væri að læra hjúkrun en öll fjölskyldan veit hvort hann þjáist af tregðu eða niðurgangi í það og það skiptið 🙂

 5. Helga október 30, 2008 kl. 19:07 #

  Eldra fólk hefur óskaplega mikinn áhuga á hægðum. Hef aldrei séð jafn tilfinningaþrungnar og alvörugefnar umræðum um hægðir og þegar ég vann á Hrafnistu. Matseðillinn var, án gríns, hannaður í kringum það markmið að gera hægðirnar sem allar dásamlegastar. Þetta er nú reyndar voðalega skiljanlegt – ef þetta stöff er ekki í lagi hlýtur maður að hugsa ansi mikið um það.

 6. Helga október 30, 2008 kl. 19:08 #

  Nei, sko þig – ertu ekki bara með fínu myndina á skjáborðinu þínu. Mér finnst hún alveg agalega flott.

  (þetta er mjög pent hint um hvað mig langar í jólagjöf: Þessa mynd í ramma)

  ((guð hvað ég er ópen og frek))

  ((( þú tekur bara svo asskoti góðar myndir, stelpa)))

 7. Eyrún Ellý október 30, 2008 kl. 20:02 #

  hehe – skil sneiðina…

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: