317. Dagligdags – 49. hluti

10 Nóv

Við skelltum okkur í afmælisveislubústað um helgina og það var sko ljúft! Bústaðurinn var hinn þægilegasti með heitum potti sem var óspart notaður dag og nótt. Hins vegar var nú ekki eins mikið um leti og reiknað var með því að ég fór í tvo massíva göngutúra, annan á laugardeginum og hinn á sunnudeginum.

Fór með Unni og Erlu í Surtshelli á laugardeginum sem var alveg hreint magnað. Við Unnur fórum alla leið í gegn á þrjóskunni með eitt höfuðljós! Það gekk brösuglega með tilheyrandi hausasteypingum og eymslum 🙂 Mæli með þessu fyrir alla, dálítið klöngur en það er bara skemmtilegra!

p1010036

p1010051

Á sunnudeginum gengum við Erla upp í gilið fyrir ofan Húsafell. Farið er upp hjá gamla bænum sem er á hægri hönd á leiðinni inn á sumarbústaðasvæðið.

p1010057

Gilið er uppfullt af steinmyndum eftir listamanninn Pál Guðmundsson. Það leynast ýmsar furðuverur í steinunum sem maður tekur ekki eftir fyrr en maður gengur fram á þær.

p1010062

Innst í botninum var fallegur foss sem við Erla höfðum töluvert fyrir að komast að, það var vel þess virði.

p1010085

Auglýsingar

2 svör to “317. Dagligdags – 49. hluti”

  1. Rósa nóvember 11, 2008 kl. 13:19 #

    Æðislegar myndir og já, ég hef farið í Surtshelli nokkrum sinnum og það er varla hægt án þess að steypast á höfuðið allavega einu sinni!

  2. helgabi nóvember 13, 2008 kl. 09:25 #

    Vona að marblettirnir séu að hjaðna.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: