322. Dagligdags – 54. hluti

18 Nóv

p1010039

Bálkur hrakfalla það sem af er nóvembermánuði:

8. nóvember: Flýg á hausinn í Surtshelli. Uppsker marbletti á ólíklegustu stöðum og skrapa skinn af hægri hendinni.
15. nóvember: Loka bílhurð á olnbogann á mér (sjá mynd hér að ofan). Uppsker ótrúlegan marblett.
17. nóvember: Reyni að rista sjálfa mig á hol í sturtunni í Laugardalslauginni. Vopnið eru tvær ömmuspennur á teygju utan um úlnliðinn.

Get ekki sagt að mér finnist ég mjög heppin þessa dagana. Lít sannarlega ekki út fyrir það!

4 svör til “322. Dagligdags – 54. hluti”

 1. Rósa nóvember 18, 2008 kl. 20:14 #

  Tja… ég vil fá söguna af sundlaugarslysinu!

 2. Helga nóvember 19, 2008 kl. 15:13 #

  Blessaður garmurinn minn! Slys nr. 1 og 3 er hægt að afsaka með því að þú sást ekki neitt. Slys nr. 2 skrifast hinsvegar alfarið á almenn sljóheit. Held ég.

  Annars labbaði ég á bílinn minn áðan.

  Og í morgun setti ég poka fullan af rusli varlega í aftursætið á bílnum. Ætlaði út með ruslið á leiðinni út í búð en steingleymdi því.

  Ég get sko ekki gagnrýnt þig!

 3. Eyrún Ellý nóvember 19, 2008 kl. 17:44 #

  Hahaha… gott að heyra að það eru fleiri eins og ég – við erum að sjálfsögðu ein og hin sama, veena! Sljóheitin rjátlast vonandi af okkur með tíð og tíma…

 4. Helga nóvember 20, 2008 kl. 08:02 #

  Veistu mín kær, ég held þetta hvorki rjátlist af né gufi upp. Þetta versnar bara með árunum.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: