324. Dagligdags – 56. hluti

20 Nóv

Fór að hugsa eftir MSN-spjall við Rósu í Finnlandi: Kvikmyndahúsamenningin á Íslandi er steindauð!! Segi og skrifa STEINDAUÐ og GELD!
Í Reykjavík og nágrenni eru 6 kvikmyndahús. Ætla ekki að tala um landsbyggðina því að þar er ástandið mun verra. Reykjavík á nú að heita höfuðborgin. Hvað með það, ég skoðaði dagskrána í dag, fimmtudaginn 20. nóvember sem ætti að vera ágætis bíódagur:

Þetta er það sem er í boði í ÖLLUM reykvísku bíóhúsunum:

Hasar/spenna:
Quantum of Solace
Quarantine
Passengers
Eagle Eye
Max Payne
Traitor
Rescue Dawn
____________________
Allt amerískt og ekkert af þessu áhugavert, kannski hugsanlega mögulega Bond… en samt ekki…

Grínmyndir:
My Best Friend’s Girl
How to Lose Friends and Alienate People
The Women
Sex Drive
The House Bunny
Burn After Reading
______________________
Allt amerískt og alls ekkert áhugavert, uppfullt af hormóna-klám-rugl-húmor, sorrí… bara búin að sjá aðeins of mikið af svona (enda er ég, 26 ára íslenskufræðingur, sennilega ekki í markhópnum). Kannski til í að sjá Burn After Reading (Cohen-bræður) en samt….

Söngvamyndir:
Mamma Mia
Highschool Musical 3
—————–
Úff, nei takk! Búin að sjá Mamma Mia og finnst í raun ótrúlegt hvað sú mynd hangir inni… ekkert spes þannig séð…

Teiknimyndir/barnamyndir:
Lukku Láki
Skjaldbakan og hérinn
Ferðin til tunglsins 3D
—————–
Aftur: ekki í markhópnum.

Annað (sem ekki er amerískt): Íslensk mynd:
Reykjavik-Rotterdam
___________________
Langar mikið að sjá hana, sérstaklega í bíó – en borga ekki 1300 kr. í bíó fyrir hana!

Jæja, hver er svo niðurstaðan: ÞAÐ ER EKKERT Í BÍÓ!! Öll þessi bíóhús sýna sömu vitleysuna. Það væri hægt að gera svo margt til að bæta bíómenninguna. Af hverju má t.d. ekki sýna gamlar klassískar myndir? Sýna eina gamla mynd á viku og skipta svo – eða taka þema, sýna 3 myndir í sömu vikunni með ákv. leikara/leikkonu; taka film noir-helgi, söngleikjamyndahelgi eða hryllingsmyndahelgi?

Af hverju þurfum við alltaf að bíða eftir einhverjum „kvikmyndahátíðum“ til að geta farið á almennilegar bíómyndir? Mér finnst gaman að fara í bíó en verðlagið og úrvalið útiloka alveg að ég láti sjá mig þar á næstunni!!

… og hafið það! Endilega kommentið gott fólk ef þetta er ykkur hjartans mál…

Auglýsingar

11 svör to “324. Dagligdags – 56. hluti”

 1. Rósa nóvember 20, 2008 kl. 15:43 #

  Haha… já veistu þetta er svo rétt hjá þér!

 2. Helga nóvember 20, 2008 kl. 16:02 #

  Ji hvað ég er sammála þér. Annars fór ég í bíó um daginn – sem gerist á nokkurra ára fresti. Fór á þriðjudegi en þá er tilboð í Kringlubíói, 500 kall á kjaft.

  Sá myndina Rescue Dawn.

  Hún er hörmuleg. Svo hörmuleg raunar að það er skárra að skrúbba kló í tvo tíma en horfa á þessi ósköp.

  Ammrískt og hallærislegt gubb.

 3. María nóvember 20, 2008 kl. 16:15 #

  Heyr heyr – var niður í kvikmyndamiðstöð síðastliðinn föstudag og svipaðar umræður voru þar. Jú, miðaverð í kvikmyndahúsum er hreint skammarlegt og sér í lagi á íslenskar myndir. Flest öll kvikmyndahúsin 6 eru að sýna sömu myndirnar, hvers vegna? Er ekki málið að fækka kvikmyndahúsunum allavegana niður í 4 og þá mögulega lækka verðið á myndirnar? Samsvarar það kostnaði að hafa þau svona mörg? Kvikmyndahús á Íslandi eru orðin Hollywood sinnuð, alger markaðs einokun hér á ferð. Íslenskar myndir kaupa sig, eins og aðrir myndir inn í kvikmyndahús – enn hvaða kvikmyndahús segir nei, það væri bara hneisa.
  Nú það er alveg hægt að sjá gamlar myndir 2x í viku hér á landi – í kvikmyndahúsinu í Hafnarfirði sem rekið er af kvikmyndasafninu – þeir sýna sömumyndina á þriðjudagskvöldum og laugardags hádegi/seinni part. Svo hefur Fjalarkötturinn verið með alskonar þemu, enn hef því miður mist þráðinn vegna tímaleysis – enn þar er hægt að kaupa sig inn á einstakar myndir, eða gerst áskrifandi. Þau hafa verið með allt frá Japönsku erótíkinn þegar halla fór undan fæti á kvikmyndamarkaðnu á 8. áratugnum yfir í Astrid Lindgren og margt fleira.
  Enn auðvitað eru kvikmyndahúsin hér til háborinnar skammar og enganvegin að sinna menningarlegri skildu sinni og þeir gera eitthvað afþví með sýningum á íslenskum kvikmyndum þá er það bara til að hvítþvo samviskuna og réttalæta sig með þessu, annars er ekkert annað en amerísk poppmenning sem tröllríður húsum og svívirðir ungdóminn sem elst upp í piss og kúkhúmor, slefandi yfir ljóskum og hlægja að feitum körlum.
  Að sjálfsögðu þarf að fara að gera eitthvað hérna! Enn hvað? Svo er oft þannig að þeir sem tala hæst um þetta að bíóhúsin séu ömurleg láta svo ekki sjá sig á kvikmyndahátíðunum þegar þær koma loksins.
  En jú, þarft umræðu efni. Svo er eitt, að mörg evrópulönd fá dreyfingarstyrki fyrir kvikmyndahús sem ekki er í gangi hér – ef ég var að skilja málið rétt – og mætti alveg kanna það mál og ýta á að svo verði hér. Gömul saga sem stenst eflaust að íslensk kvikmyndahús lifa ekki á miðaverðinu heldur popp og kók sölu og því eru haldin hlé.
  Jæja, bara komin heil blogfærsla hérna!

 4. Eyrún Ellý nóvember 20, 2008 kl. 19:03 #

  Já bíddu, bara verið að notfæra sér aðstöðu sína 😉
  Ég viðurkenni það fúslega að ég er ekki sú allra duglegasta að fara á kvikmyndahátíðir. Mér finnst líka konseptið í kringum þessar hátíðir undanfarið (að selja bara passa á allar myndir og alla dagana eða bara „venjulegt“ miðaverð annars) ekki alltaf virka. Ég væri til að mæta á hálfa kvikmyndahátíð og að það sé þá niðurgreitt sérstaklega. Vinnandi fólk hefur hreinlega ekki tíma til að fara í bíó á hverjum degi í heila viku…
  Gott að þú nefnir Kvikmyndasafnið, var búin að gleyma því góða framtaki! Samt svoldið skítt að þurfa að leggja leið sína í „sérstakt“ bíó í stað þess að fara bara í venjulega bíóið sitt (svoldið eins og fatlaðir sem þurfa að fara inn um sérinngang en ekki með öllum hinum).
  Takk svo fyrir kommentið 🙂 Var að vona að þú hefðir skoðun á þessu líka!

 5. María nóvember 21, 2008 kl. 00:46 #

  já að vera sérlegur kvikmyndaáhugi er kannski bara ákveðin fötlun, eða hömlun
  Og jú góður punktur með kvikmyndahátíðarnar miða dæmið er ekkert sérlega hentugt

 6. helgabi nóvember 21, 2008 kl. 10:49 #

  Var búin að steingleyma kvikmyndasafninu.

  Eyrún, þurfum við ekki að gera átak í kvikmyndaáhorfi?

 7. Eyrún nóvember 21, 2008 kl. 11:12 #

  Algjörlega!!

 8. helgabi nóvember 21, 2008 kl. 13:42 #

  Hugmynd: Fara í Kolaportið og tékk á VHS-spólum þar.

  Hugsanlega mjög slæm hugmynd. Ætli það séu ekki bara normal ammrískar vellur í Portinu eins og annars staðar?

  En við getum alltaf farið á þessar kvikmyndasanfssnýningar ef okkur sýnist svo.
  Og leigt dvd á bókasöfnunum.

  Og svo er ég alveg sammála þessu með kvikmyndahátíðirnar.

 9. Hilla nóvember 22, 2008 kl. 17:10 #

  Allveg sammála þessari færslu Eyrún! Ég hugsaði samt einmit um Kvikmyndasafnið, við María drifum okkur einu sinni en síðan hef ég ekki farið.

  Raunar er þetta ekki einskorðað við Reyjavík. Í Osló er fjöldin allur af kvikmyndahúsum en þau sýna jafnvel enn minna úrval en er í kvikmyndahúsum hér á landi. En það sem er þeim til bóta er að það er jú alltaf verið að sýna eitthvað af norskum myndum en ekki veit ég hvað kostar inn á þær. Miðaðverðið í Osló er sama rándýri pakkinn og hér 90kr á nýja mynd.

  Hins vegar skartar Osló sérkvikmyndahúsi þar sem er mikið um sýningar á allksonar myndum víðsvegar úr Evrópu sérstaklega.

  Mig langar líka að sjá Reykjavík-Rotterdam og er allveg til í að borga 1300kr fyrir hana þó ég sjái ekki allveg af hverju það þarf að vera svona mikið dýrar á íslenska myndir en erlendar.

  Ég vil svo kalla eftir því að bíóhús landsins kynni sér hvað er að gerast í kvikmyndageiranum á Norðulöndum amk, það gæti verið fyrst skerfið í átt að fjölbreyttari bíóhúsum

 10. Ragga nóvember 23, 2008 kl. 18:14 #

  Burn after reading er góð 🙂

 11. Pálína nóvember 24, 2008 kl. 09:36 #

  Auðvitað er dýrt í bíó – en persónulega finnst mér alveg þess virði að borga 300 kr meira á íslenska mynd. 300 kr er ekkert í dag (þrátt fyrir kreppu) og alveg þess virði að styrkja íslenska framleiðslu, sérstaklega á þessum síðustu og verstu.

  Því er ég ekki sammála rökunum um að það sé of dýrt á íslenskar myndir – það er bara of dýrt á bíó yfir höfuð. Aftur á móti get ég alveg verið sammála skorti á fjölbreytni, enda er maður orðinn ansi þreyttur á sömu formúlu-myndunum. We have seen it all.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: